Lífið

Meintur lagastuldur Knowles fyrir áfrýjunardómstól

MYND/Getty

Kona sem sakar Beyonce Knowles um lagastuld hefur vísað málinu til áfrýjunardómstóls. Jennifer Armour heldur því fram að lag Knowles, Baby Boy, byggi á textanum og laglínunni í lagi hennar Got a Little Bit of Love for You.

Dómari vísaði málinu frá í Houston í fyrra en nú hefur Armour ákveðið áfrýja. Dana Kirk, lögfræðingur Armor, segir sérfræðing hafa rannsakað lögin og komist að þeirri niðurstöðu að þau væru verulega lík.

Lögfræðingur Knowles, Cynthia Arato, segir aftur á móti að mælikvarðinn í svona málum sé hvort almenningur geti greint að lögin séu lík en ekki sérfræðingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.