Lífið

Óttast um Amy og Blake

Hjónin virðast óaðskiljanleg þrátt fyrir allt
Hjónin virðast óaðskiljanleg þrátt fyrir allt MYND/Getty

Tengdafaðir Amy Winehouse hefur miklar áhyggjur af söngkonunni og syninum Blake Fielder-Civil og segist óttast að þau bætist í hóp ungstirna sem látist hafa fyrir aldur fram. Stjúpfaðir Amy hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum og óttast að fíkniefnavandi hjónanna dragi þau til dauða.

Tengdafaðir Amy hefur líkt syni sínum og tengdadóttur við Sid Vicious bassaleikara Sex Pistols og kærustu hans Nancy Spugdon en bæði voru háð heróíni. Samband þeirra var mjög stormasamt og var Vicious grunaður um að hafa myrt Spugdon árið 1978 þegar hann var í heróínvímu á hótelherbergi. Hann lést stuttu síðar úr ofneyslu.

Faðir Blakes vonast til að samanburðurinn opni augu hjónanna en þau lentu nýlega í heiftarlegu rifrildi á hótelherbergi þegar Amy ætlaði að taka inn eiturlyf stuttu eftir að hafa lokið við meðferð. Hún var einnig að skaða sjálfa sig með hnífi en það hefur hún gert um allnokkurt skeið.

Amy hefur sjálf viðurkennt að vera í rusli. "Sjáið mig ég er í rusli," segir hún í samtali við Sunday Mirror. "Ég er ekkert sérstök, mér líður ekki vel og ég hef enga hæfileika."

Hún ver bónda sinn í hvívetna og bættir við "Ég er ekkert án Blakes, ég elska hann svo mikið. Án hans er líf mitt einskis vert og ég get ekki barist við fíkniefnadjöfulinn án hans."


Tengdar fréttir

Amy og eiginmaður hennar rispuð og marin eftir slagsmál

Amy Winehouse ver bónda sinn eftir að bæði sást og heyrðist til heiftarlegra rifrilda þeirra á milli á hóteli í London. Fjöldi mynda náðist af parinu þar sem Blake Fielder-Civil, eiginmaður Amy, var allur klóraður á andliti og hálsi og Amy marin með gat á hnénu og blóðbletti á skónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.