Lífið

Owen Wilson á spítala eftir sjálfsmorðstilraun

Wilson og Hudson hættu saman í júní
Wilson og Hudson hættu saman í júní MYND/Getty

Hollywoodleikarinn Owen Wilson sem meðal annars gerði garðinn frægan í myndinni Wedding Crashers dvelur nú á spítala eftir sjálfsmorðstilraun. Leikarinn er sagður hafa skorið sig á púls eftir að hafa tekið inn töluvert magn af lyfjum. Andrew bróðir Wilsons kom að honum á heimili hans í Los Angeles um hádegisbilið í gær og var hann þá með skurði á báðum úlnliðum og með tómt pilluglas við hlið sér.

Andrew hringdi á sjúkrabíl og dvelur leikarinn nú á St. Johns spítalanum í Los Angeles. Foreldrar hans sáust heimsækja spítalann seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Daily Mail er ástand leikarans stöðugt.

Ekki er ljóst hvað liggur að baki tilrauninni en Wilson hætti með leikkonunni Kate Hudson í júní á þessu ári. Undanfarið hefur hann unnið að gerð nýrrar gamanmyndar,Tropic Thunder, ásamt Ben Stiller.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.