Lífið

Björn vill ekkert annað en Benz

Benz, Benz og aftur Benz.
Benz, Benz og aftur Benz. MYND/ANTON BRINK

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra er greinilega hrifinn af þýska bílaframleiðandanum Mercedes Benz. Hann á tvo slíka gráa bíla, jeppa og fólksbíl, auk þess sem ráðherrabifreið hans er að sjálfsögðu Benz.

Björn á gráan Benz-jeppa af gerðinni ML 350 sem hann keypti árið 2005. Sá er 235 hestöfl og er árgerð 2003. Björn festi einnig kaup á öðrum gráum Benz af gerðinni C 200 í mars á þessu ári. Sá er árgerð 2005 og er 163 hestöfl.

Auk þess hefur Björn til umráða ráðherrabifreið af Benz-gerð. Hann er frá árinu 2004 og er 163 hestöfl.

Í svari hans við fyrirspurn Vísis sagði hann að sagt hefði verið að vandinn við að kynnast Mercedes Benz sé sá, að menn vilji helst ekki aka öðrum bílum eftir það og að hann hefði lent í þessum vanda.

„Ég hef verið með Benz ráðherrabíla um nokkurt skeið og ætla ekki að breyta því. Konan mín kýs að eiga Benz fyrir sig og hefur gert um nokkurra ára skeið. Ég er hins vegar að leita að kaupanda að vel meðförnum Benz-jeppa (árgerð 2003) um þessar mundir," sagði Björn í svari sínu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.