Heimsfrægur á Íslandi eftir símtal í Hvíta húsið Breki Logason skrifar 6. desember 2007 14:56 Vífill Atlason er ánægður með athyglina sem hann hefur fengið í kjölfar símtals í Hvíta húsið. "Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill." Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni. Það var síðan móðir hans sem las skilaboðin og velti fyrir sér hvaða vandræði hann væri búinn að koma sér í. „Ég fór nú bara að kaupa mér Subway og ætlaði svona aðeins að róa hana, lögreglan var búin að segjast ælta að hringja," segir Vífill sem pantaði símafund með George Bush um helgina. Fjölmiðlar hafa komist á snoðir um hrekkinn í dag og voru fyrstu orð Vífils þegar Vísir náði á hann. „Kallinn er á leiðinni í Kastljósið." Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hringdi Vífill í Hvíta húsið og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og hann væri forseti Íslands. „Það eru mörg ár síðan ég fékk þetta númer hjá vini mínum og það er beint inn í það sem kallað er security room þarna í Hvíta húsinu. Ég ákvað síðan að hringja á laugardagskvöldið með tveimur vinum mínum," segir Vífill sem lenti í yfirheyslu í öryggisherberginu. Þar var hann spurður ýmissa spurninga tengdar forsetanum. Þar á meðal hvenær hann væri fæddur og fleira í þeim dúr. „Ég var bara á netinu og fletti þessu upp jafnóðum. Síðan var ég fluttur á milli skiptiborða sem endaði með því að ég fékk samband við ritara. Þar náði ég að bóka símafund sem átti að fara fram á mánudaginn." Vífill gaf upp gsm númerið sitt og segist hafa gert ritaranum grein fyrir því að þetta númer mætti ekki spyrjarst út, enda væri um mjög leynilegt númer forsetans að ræða. „Síðan kemst CIA eða hvað þetta heitir að því að þetta er ekki rétt númer og hafa samband við lögregluna á Íslandi. Þeir banka síðan uppá og fara með mig niður á lögreglustöð," segir Vífill og áréttar að hann hafi aldrei verið neitt smeykur. „Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill sem selur internetáskriftir fyrir Hive með skólanum. Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara." Vífill segir alla hafa tekið þessu vel og hann hafi ekkert verið skammaður af foreldrum sínum. „Það eru allir ánægðir með þetta, nema þá kannski bandaríkjamennirnir." Vífill sem er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er fæddur árið 1991. Hann skráði sig á viðskipta- og hagfræðibraut en hætti því eftir fyrsta tímann í bókfærslu. „Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni." Aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu." Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira
"Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill." Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni. Það var síðan móðir hans sem las skilaboðin og velti fyrir sér hvaða vandræði hann væri búinn að koma sér í. „Ég fór nú bara að kaupa mér Subway og ætlaði svona aðeins að róa hana, lögreglan var búin að segjast ælta að hringja," segir Vífill sem pantaði símafund með George Bush um helgina. Fjölmiðlar hafa komist á snoðir um hrekkinn í dag og voru fyrstu orð Vífils þegar Vísir náði á hann. „Kallinn er á leiðinni í Kastljósið." Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hringdi Vífill í Hvíta húsið og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og hann væri forseti Íslands. „Það eru mörg ár síðan ég fékk þetta númer hjá vini mínum og það er beint inn í það sem kallað er security room þarna í Hvíta húsinu. Ég ákvað síðan að hringja á laugardagskvöldið með tveimur vinum mínum," segir Vífill sem lenti í yfirheyslu í öryggisherberginu. Þar var hann spurður ýmissa spurninga tengdar forsetanum. Þar á meðal hvenær hann væri fæddur og fleira í þeim dúr. „Ég var bara á netinu og fletti þessu upp jafnóðum. Síðan var ég fluttur á milli skiptiborða sem endaði með því að ég fékk samband við ritara. Þar náði ég að bóka símafund sem átti að fara fram á mánudaginn." Vífill gaf upp gsm númerið sitt og segist hafa gert ritaranum grein fyrir því að þetta númer mætti ekki spyrjarst út, enda væri um mjög leynilegt númer forsetans að ræða. „Síðan kemst CIA eða hvað þetta heitir að því að þetta er ekki rétt númer og hafa samband við lögregluna á Íslandi. Þeir banka síðan uppá og fara með mig niður á lögreglustöð," segir Vífill og áréttar að hann hafi aldrei verið neitt smeykur. „Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill sem selur internetáskriftir fyrir Hive með skólanum. Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara." Vífill segir alla hafa tekið þessu vel og hann hafi ekkert verið skammaður af foreldrum sínum. „Það eru allir ánægðir með þetta, nema þá kannski bandaríkjamennirnir." Vífill sem er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er fæddur árið 1991. Hann skráði sig á viðskipta- og hagfræðibraut en hætti því eftir fyrsta tímann í bókfærslu. „Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni." Aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu."
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Sjá meira