Ginobili sá um Dallas - Iverson skoraði 51 stig 6. desember 2007 10:00 Manu Ginobili átti skínandi leik fyrir San Antonio gegn Dallas í nótt NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór mikinn í fjarveru Tim Duncan þegar San Antonio lagði Dallas á heimavelli 97-95. Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta skipti í vetur og skoraði 37 stig þrátt fyrir að vera meiddur á fingri. Hann skoraði 16 stig í þriðja leikhlutanum og lagði grunnin að góðum spretti heimamanna, sem höfðu verið 10 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Josh Howard skoraði 22 stig fyrir Dallas. Boston átti góðan endasprett gegn Philadelphia á útivelli og sigraði 113-103. Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Boston en Andre Miller skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn. Cleveland mátti þola enn einn skellinn án LeBron James og tapaði í nótt 105-86 fyrir Washington. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en þrír leikmenn skoruðu mest 13 stig hjá Clevleand. Phoenix lagði Toronto á útivelli í miklum skoraleik þar sem Leandro Barbosa skoraði 37 stig fyrir Phoenix og Steve Nash gaf 18 stoðsendingar. T.J. Ford spilaði með Toronto á ný eftir meiðsli og skoraði 27 stig. Chicago var undir allan leikinn gegn Charlotte en vann fjórða leikhlutann 38-22 og tryggði sér 91-82 sigur. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago en Gerald Wallace var með 22 stig hjá Charlotte. New York lagði New Jersey 100-93 á útivelli þar sem Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Richard Jefferson 31 fyrir New Jersey. Jason Kidd missti af leiknum hjá heimamönnum og sömu sögu var að segja af þeim Stephon Marbury og Eddy Curry hjá New York. Detroit lagði New Orleans á útivelli 91-76. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Peja Stojakovic skoraði 19 stig fyrir New Orleans og Tyson Chandler hirti 22 fráköst. Houston lagði Memphis á útvivelli 105-92 þar sem Pau Gasol skoraði 263stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, Bonzi Wells skoraði 24 stig og Tracy McGrady var með þrennu - 17 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. LA Lakers vann góðan útisigur á Denver 111-107 þrátt fyrir 51 stig frá Allen Iverson og 20 fráköst frá Marcus Camby. Kobe Bryant var allt í öllu hjá Lakers á lokasprettinum þrátt fyrir magakveisu og skoraði 25 stig. Golden State burstaði Milwaukee á heimavelli 120-90. Baron Davis og Stephen Jackson skoruðu 20 stig fyrir heimamenn en Michael Redd var með 24 stig hjá Milwaukee. Loks tapaði LA Clippers sjöunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Seattle á útivelli 95-77 og var það aðeins fjórði sigur Seattle í vetur. Corey Maggette skoraði 23 stig fyrir gestina en Kevin Durant skoraði 181 stig fyrir heimamenn og Nick Collison skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst af bekknum. Staðan í NBA deildinni. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór mikinn í fjarveru Tim Duncan þegar San Antonio lagði Dallas á heimavelli 97-95. Ginobili var í byrjunarliði San Antonio í fyrsta skipti í vetur og skoraði 37 stig þrátt fyrir að vera meiddur á fingri. Hann skoraði 16 stig í þriðja leikhlutanum og lagði grunnin að góðum spretti heimamanna, sem höfðu verið 10 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Josh Howard skoraði 22 stig fyrir Dallas. Boston átti góðan endasprett gegn Philadelphia á útivelli og sigraði 113-103. Kevin Garnett skoraði 22 stig fyrir Boston en Andre Miller skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir heimamenn. Cleveland mátti þola enn einn skellinn án LeBron James og tapaði í nótt 105-86 fyrir Washington. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en þrír leikmenn skoruðu mest 13 stig hjá Clevleand. Phoenix lagði Toronto á útivelli í miklum skoraleik þar sem Leandro Barbosa skoraði 37 stig fyrir Phoenix og Steve Nash gaf 18 stoðsendingar. T.J. Ford spilaði með Toronto á ný eftir meiðsli og skoraði 27 stig. Chicago var undir allan leikinn gegn Charlotte en vann fjórða leikhlutann 38-22 og tryggði sér 91-82 sigur. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago en Gerald Wallace var með 22 stig hjá Charlotte. New York lagði New Jersey 100-93 á útivelli þar sem Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York en Richard Jefferson 31 fyrir New Jersey. Jason Kidd missti af leiknum hjá heimamönnum og sömu sögu var að segja af þeim Stephon Marbury og Eddy Curry hjá New York. Detroit lagði New Orleans á útivelli 91-76. Rip Hamilton skoraði 21 stig fyrir Detroit en Peja Stojakovic skoraði 19 stig fyrir New Orleans og Tyson Chandler hirti 22 fráköst. Houston lagði Memphis á útvivelli 105-92 þar sem Pau Gasol skoraði 263stig og hirti 12 fráköst fyrir Memphis, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, Bonzi Wells skoraði 24 stig og Tracy McGrady var með þrennu - 17 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. LA Lakers vann góðan útisigur á Denver 111-107 þrátt fyrir 51 stig frá Allen Iverson og 20 fráköst frá Marcus Camby. Kobe Bryant var allt í öllu hjá Lakers á lokasprettinum þrátt fyrir magakveisu og skoraði 25 stig. Golden State burstaði Milwaukee á heimavelli 120-90. Baron Davis og Stephen Jackson skoruðu 20 stig fyrir heimamenn en Michael Redd var með 24 stig hjá Milwaukee. Loks tapaði LA Clippers sjöunda leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Seattle á útivelli 95-77 og var það aðeins fjórði sigur Seattle í vetur. Corey Maggette skoraði 23 stig fyrir gestina en Kevin Durant skoraði 181 stig fyrir heimamenn og Nick Collison skoraði 18 stig og hirti 17 fráköst af bekknum. Staðan í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira