Lífið

Ágeng skjaldbaka

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Ákveðin skjaldbaka gerði á föstudaginn ítrekaðar tilraunir til að verpa eggjum sínum hjá skautasvelli í Central Park.

Skjaldbakan, sem var 10 kíló að þyngd, vaggaði upp tröppur og þrammaði í átt að Wollman skautahringnum um 7.30 á föstudagsmorgun. Starfmenn garðsins ýttu henni burt hjólbörum og slepptu henni í nálæga tjörn, en sú litla lét sér ekki segjast og gerði tvær atlögur til áður en hún gafst upp.

Skjaldbökur eru vel þekktar í Central Park, og þar er tjörn - kölluð Turtle Pond - sérstaklega hönnuð fyrir þær. Tjörnin skartar eyjum með mjúkum sandgryfjum, sérstaklega ætluðum til að verpa eggjum á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.