Veggjöld um Hvalfjarðagöngin lækka frá og með 1. mars næstkomandi. Þannig lækkar stök ferð fólksbíla úr eitt þúsund krónum í níu hundruð krónur. Gjaldið fyrir staka ferð hefur verið þúsund krónur frá því göngin voru opnuð 1998. Bæði er um lækkun virðisaukaskatts að ræða og lækkun fyrirtækisins.
Lægsta veggjaldið í göngunum, fyrir þá sem kaupa eitt hundrað ferðir fyrir fólksbíl, verður með lækkuninni 253 krónur en var áður 270 krónur.
Nánar má lesa um nýja gjaldskrá á heimasíðu Spalar.