750 manna byggð 19. júní 2007 18:43 Fleiri umsóknir hafa borist í íbúðir á nýja háskólasvæðinu á varnarsvæðinu en til stóð að ráðstafa í haust. Undir lok ágúst mun 750 manna samfélag verða þar til á skömmum tíma og er það væntanlega fordæmalaust dæmi um tilflutninga íslendinga án þess að hamfarir komi til. Eftir tvo mánuði verður orðin að minnsta kosti 750 manna byggð á gamla varnarsvæðinu þar sem Keilir, nýji háskólinn hefur komið sér fyrir. Ákveðið var að bjóða stúdentum gömlu vistarverur hermannana - ekki bara þeim sem munu sækja Keili heldur einnig stúdentum frá Reykjavík. Boðið verður uppá ókeypis strætóferðir til og frá háskólunum í Reykjavík. Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis segir að eftirspurnin eftir íbúðunum hafi verið miklu meiri en vænst var. Nú þegar séu komnar 330 umsóknir um þær 300 íbúðir sem áformað var að leigja út síðla sumar. Verið sé að skoða hvort hægt sé að fjölga íbúðunum. Frumgreinadeild Keilisskólans verður fyrsti áfangi skólastarfsins og var áformað að taka inn hundrað nemendur. Runólfur segir að umsóknir séu þegar orðnar á annað hundrað - en umsóknarfrestur rennur ekki út fyrr en um mánaðamót. Hann er afar ánægður með viðtökurnar og áhugann á búsetu á nýja háskólasvæðinu og segir að því marki verði náð í sumar sem að hafi verið stefnt á næsta ári. Það fjölgar í Reykjanesbæ um þessa 750 íbúa á einu bretti. Reiknað er með að 200 börn á grunnskólaaldri verði í samfélaginu nýja. Inná vallarsvæðinu er unnið markvisst að því að öll stoðþjónusta verði til staðar, leikskóli, verslun, kaffihús og svo framvegis. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Fleiri umsóknir hafa borist í íbúðir á nýja háskólasvæðinu á varnarsvæðinu en til stóð að ráðstafa í haust. Undir lok ágúst mun 750 manna samfélag verða þar til á skömmum tíma og er það væntanlega fordæmalaust dæmi um tilflutninga íslendinga án þess að hamfarir komi til. Eftir tvo mánuði verður orðin að minnsta kosti 750 manna byggð á gamla varnarsvæðinu þar sem Keilir, nýji háskólinn hefur komið sér fyrir. Ákveðið var að bjóða stúdentum gömlu vistarverur hermannana - ekki bara þeim sem munu sækja Keili heldur einnig stúdentum frá Reykjavík. Boðið verður uppá ókeypis strætóferðir til og frá háskólunum í Reykjavík. Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis segir að eftirspurnin eftir íbúðunum hafi verið miklu meiri en vænst var. Nú þegar séu komnar 330 umsóknir um þær 300 íbúðir sem áformað var að leigja út síðla sumar. Verið sé að skoða hvort hægt sé að fjölga íbúðunum. Frumgreinadeild Keilisskólans verður fyrsti áfangi skólastarfsins og var áformað að taka inn hundrað nemendur. Runólfur segir að umsóknir séu þegar orðnar á annað hundrað - en umsóknarfrestur rennur ekki út fyrr en um mánaðamót. Hann er afar ánægður með viðtökurnar og áhugann á búsetu á nýja háskólasvæðinu og segir að því marki verði náð í sumar sem að hafi verið stefnt á næsta ári. Það fjölgar í Reykjanesbæ um þessa 750 íbúa á einu bretti. Reiknað er með að 200 börn á grunnskólaaldri verði í samfélaginu nýja. Inná vallarsvæðinu er unnið markvisst að því að öll stoðþjónusta verði til staðar, leikskóli, verslun, kaffihús og svo framvegis.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira