Lífið

Sutherland tekinn fyrir ölvunarakstur

Sutherland leikur Jack Bauer í 24
Sutherland leikur Jack Bauer í 24 MYND/Getty

Hollywoodstjarnan Kiefer Sutherland var handtekinn í dag fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Hann var stöðvaður um hádegisbilið í Los Angeles eftir að lögregla veitti því athygli að hann tók ólöglega U-beygju.

Blóðsýni úr leikaranum leiddi í ljós að áfengismagn í blóði hans var 0.8 prósentum yfir leyfilegu marki. Sutherland var sleppt eftir að hafa greitt um eina milljón íslenskra króna í tryggingu en gert að mæta fyrir rétt þann 16 október næstkomandi.

Sutherland hlaut Emmy verðlaunin í fyrra fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni 24 en hann hefur löngum átt í baráttu við bakkus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.