Lífið

Garðar Thór og Diddú æfa fyrir stórtónleika í London

Feðgarnir ásamt Diddú á æfingu í Barbican Centre
Feðgarnir ásamt Diddú á æfingu í Barbican Centre

Garðar Thór Cortes og Diddú eru þessa stundina að leggja lokahönd á undirbúning fyrir stórtónleika í Barbican Centre í London sem haldnir verða annað kvöld. Garðar Thór er fyrsti Íslendingurinn sem heldur tónleika í þessum tónleikasal sem er talinn einn sá besti í heimi. Þá stendur Concerts, stærsti tónleikahaldari Bretlands, fyrir tónleikunum svo ljóst er að hér er stórviðburður á ferð.

Á tónleikunum syngur Garðar meðal annars lög af nýútkominni plötu sinni og The National Symphony Orchestra leikur undir. Sérstakur gestur kvöldsins er Diddú og Garðar Cortes faðir Garðars Thórs stjórnar hljómsveitinni.

Enn eru til miðar og Iceland Express býður upp á

sérstaka ferð til London í tengslum við tónleikana. Þá má einnig nálgast miða á slóðinni http://www.ticketmaster.co.uk/

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.