Söngvarinn Justin Timberlake hefur fengið flestar tilnefningar til evrópsku MTV-verðlaunanna, eða alls fjórar. Þau Amy Winehouse, Avril Lavingne, Beyonce, Fall Out Boy, Linkin Park, My Chemical Romance, Nelly Furtado og Rihanna eru öll með þrjár tilnefningar.
Rapparinn Snoop Dogg verður kynnir á hátíðinni sem haldin verður í Munchen þann fyrsta nóvember næstkomandi. Þá hafa Mika og the Foo Fighters staðfest að þeir muni troða upp.
Timberlake bar fyrr í mánuðinum sigur úr býtum á MTV's Video Music hátíðinni sem haldin var í Las Vegas þegar hann sópaði til sín fjórum verðlaunum.