Lífið

Skúffuskáld springur út

Guðmundur Óskarsson
Guðmundur Óskarsson MYND/Nykur
Út er komið hjá Nykri smásagnasafnið Vaxandi nánd - orðhviður eftir Guðmund Óskarsson. Þetta er fyrsta bók Guðmundar sem stígur fram sem fullþroskaður rithöfundur og frábær sögumaður í þessu þykka sagnasafni.

Prósarnir eru iðulega stuttir og hnitmiðaðir, en bera með sér fullmótaða sögu undir yfirborðinu, í hinum óskrifaða aðdraganda og laushnýttum endum. Eins og eftirfarandi saga ber með sér:

Lífsmark

Þegar hann er búinn úr skálinni, búinn að drekka mjólkina og allt, og mamma hans stendur við eldhúsborðið og smyr nestið fyrir skólann segist hann hafa gleymt einhverju og fer fram. En hann gleymdi engu, hann man það alltaf; vonar samt að það sé ekki þar. Hann læðist inn í svefnherbergið hennar og hallar sér yfir koddann, fer alveg að honum til að sjá á verið í rökkrinu. Og þarna er það - alltaf - og maginn fær hroll inní honum.

Lengi hefur honum þótt mamma sín varla vita af sjálfri sér í lífinu, og lengi hefur hryggilegt listaverk augnmálningar og tára beðið hans á koddanum hennar.

Vaxandi nánd - orðhviður er fáanleg í helstu bókaverslunum, en einnig er hægt að panta eintök á nykurforlag@gmail.com. Bókin er nítjánda Nykurbókin, hún er innbundin, 139 bls. að lengd og leiðbeinandi verð er kr. 2.990-.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.