Lífið

,,Væri verra að eiga einhversstaðar yfir hálendinu''

MYND/Fréttablaðið
Frumburður sjónvarpsparsins Katrínar Rutar Bessadóttur og Helga Seljan ætlar að láta bíða eftir sér. Katrín var sett á fjórða desember síðastliðinn, en ekkert bólar á dótturinni.

,,Það er bara ekkert að koma." sagði Katrín þegar Vísir náði tali af henni. Katrín segist nokkuð viss um að þurfa að bíða nokkra daga í viðbót, en hún hefur alltaf spáð því að dóttirin komi í heiminn þann fjórtánda, á föstudaginn. Biðin verður alltént ekki mikið lengri en það, en hún verður sett af stað fæðist barnið ekki fyrir 18. desember.

Tveir samstarfsmanna hennar í Íslandi í dag eiga afmæli í desember, Oddur Ástráðsson þann sjöunda og Sölvi Tryggvason þann tíunda. Þeir voru báðir búnir að panta barnið í afmælisgjöf, en ljóst er að það rætist tæpast héðan af.

,,Ég ætla allavega rétt að vona að hún verði komin fyrir jól." sagði Katrín, sem ætlar að eyða jólunum hjá tengdafjölskyldunni fyrir austan. ,,Við erum að fara í flug á þorláksmessu, það væri verra að eiga einhversstaðar yfir hálendinu." segir Katrín að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.