Lífið

Gagnrýnendur kalla Yrsu "nýja drottningu glæpasögunnar"

Nýjasta bók Yrsu Sigurðardótttur, Aska, verður gefin út í Svíþjóð. Veröld, útgáfufyrirtæki bókarinnar, hefur gengið frá samningum við Damm í Svíþjóð um útgáfu hennar þar í landi. Áður hefur verið samið um útgáfu á bókinni í Þýskalandi, Póllandi, Grikklandi og um allan hinn spænskumælandi heim. Yrsa hefur átt mikilli velgengni að fagna í Svíþjóð en Þriðja táknið og Sér grefur gröf hafa báðar komið út þar í landi. Þarlendir gagnrýnendur hafa kallað hana "hina nýju drottningu glæpasögunnar".

Aska kom út um miðjan nóvember og hefur fengið góðar viðtökur. Hún fer með himinskautum á metsölulistum landsins og hefur hlotið afar jákvæða dóma. Fréttablaðið gaf Ösku fimm stjörnur af fimm mögulegum, Morgunblaðið sagði að Yrsa fari á kostum í persónusköpuninni og að lesendur fyrri bóka hennar muni taka Ösku fagnandi. Þá sagði í ritdómi á Kistunni að Aska væri "hörkuvel fléttuð glæpasaga" sem væri "spennandi frá upphafi til enda."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.