Bæjarstjóri lærir Tjútt og Cha Cha Cha 18. september 2007 14:54 Árni stefnir að því að verða meira en liðtækur á dansgólfinu von bráðar MYND/365 Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fór í sinn fyrsta danstíma í Dansskóla Jóns Péturs og Köru í gær ásamt eignkonu sinni Bryndís Guðmundsdóttir. Þar lærði hann meðal annars grunnsporin í Jive, Cha Cha Cha og Tjútti. Hann sprangaði um dansgólfið í félagi við ekki ómerkari menn en Jón Sigurðsson í Össuri og Halldór Guðmundsson rithöfund sem einnig eru nemendur í skólanum, ásamt eiginkonum. Aðspurður að því hvað varð til þess þau hjónin ákváðu að byrja að æfa dans segir Árni að bróðir hans hafi talið þörf á því að hann lærði nokkur spor til að hæfa eiginkonunni betur, en bróðir Árna er einnig nemandi í skólanum. Námið leggst vel í Árna og segir hann að Jón Pétur hafi verið mjög skemmtilegur og einnig tillitssamur gagnvart byrjendamistökum. Árni virðist hafa fengið bakteríuna strax í fyrsta tíma og er strax búinn að setja sér háleit markmið. "Ég stefni ótrauður á kennarann enda gott að hafa að einhverju að hverfa þegar bæjarstjórastörfum lýkur." Árni sem ætlar að sækja tíma einu sinni í viku í vetur segir ekki mikið mál að bruna í bæinn, en skólinn er til húsa í Borgartúni. "Þetta tekur álíka langan tíma og að keyra úr Breiðholti," segir bæjarstjórinn hinn ánægðasti með nýja áhugamálið. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fór í sinn fyrsta danstíma í Dansskóla Jóns Péturs og Köru í gær ásamt eignkonu sinni Bryndís Guðmundsdóttir. Þar lærði hann meðal annars grunnsporin í Jive, Cha Cha Cha og Tjútti. Hann sprangaði um dansgólfið í félagi við ekki ómerkari menn en Jón Sigurðsson í Össuri og Halldór Guðmundsson rithöfund sem einnig eru nemendur í skólanum, ásamt eiginkonum. Aðspurður að því hvað varð til þess þau hjónin ákváðu að byrja að æfa dans segir Árni að bróðir hans hafi talið þörf á því að hann lærði nokkur spor til að hæfa eiginkonunni betur, en bróðir Árna er einnig nemandi í skólanum. Námið leggst vel í Árna og segir hann að Jón Pétur hafi verið mjög skemmtilegur og einnig tillitssamur gagnvart byrjendamistökum. Árni virðist hafa fengið bakteríuna strax í fyrsta tíma og er strax búinn að setja sér háleit markmið. "Ég stefni ótrauður á kennarann enda gott að hafa að einhverju að hverfa þegar bæjarstjórastörfum lýkur." Árni sem ætlar að sækja tíma einu sinni í viku í vetur segir ekki mikið mál að bruna í bæinn, en skólinn er til húsa í Borgartúni. "Þetta tekur álíka langan tíma og að keyra úr Breiðholti," segir bæjarstjórinn hinn ánægðasti með nýja áhugamálið.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira