Lífið

Mickey Rourke tekinn fullur á Vespu

Ha, ég?
Ha, ég? MYND/Getty
Harðnaglinn Mickey Rourke var handtekinn í Flórída snemma í morgun grunaður um ölvun við akstur. Til að bíta höfuðið af skömminni var Rourke, - stjarna myndarinnar Harley Davidson and the Marlboro man og fyrrverandi meðlimur í mótorhjólagengi - á Vespu.

Í lögregluskýrslu kemur fram að Rourke var handtekinn klukkan liðlega fjögur í morgun, og þurfti að dúsa á lögreglustöðinni í Miami í fleiri klukkustundir.

Lögreglumenn komu auga á hann þar sem hann tók kolólöglega U-beygju á rauðu ljósi á mintugrænni Vespu. Lögreglumennirnir sem handtóku hann sögðu í skýrslu sinni að Rourke hefði verið rjóður í framan, með blóðhlaupin syndandi augu og ilmað af áfengi. Leikarinn var alls ekki á því að hann væri ölvaður. ,,Ég er ekkert fullur, ég drakk ekkert svo mikið" var haft eftir Rourke. Að sögn fangelsisyfirvalda var honum sleppt gegn þúsund dollara tryggingu. Það reiknast sem tæpar sextíu þúsund krónur og ætti því ekki að setja hann á hausinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.