Gefa tólf þúsund myndasögur í dag 5. maí 2007 03:30 Þórhallur Björgvinsson, starfsmaður Nexus, sem gefur tólf þúsund myndasögur í dag.Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm „Við ætlum að gefa rúmlega tólf þúsund myndasögur í dag,” segir Þórhallur Björgvinsson, umsjónarmaður myndasagna í Nexus. Búðin er að taka þátt í „Free Comic Book Day“, eða ókeypis myndasögudeginum, ásamt tvö þúsund verslunum um allan heim. „Við verðum með um fjörutíu titla. Fyrir stelpur og stráka, litlu krakkana, fullorðna og allt þar á milli. Það ætti að vera nóg fyrir alla og hver og einn getur fengið nokkur blöð.“ Allar myndasögurnar sem verða gefnar eru prentaðar sérstaklega af þessu tilefni. „Þetta eru samantekin ráð hjá myndasöguútgefendum, jafnt stórum sem minni spámönnum, til að kynna formið á skemmtilegan máta. Þetta er sjötta árið sem þetta er gert og við höfum verið með frá upphafi.“ Vinsældir myndasagna hafa aukist mikið undanfarin ár. Hver Hollywood-stórmyndin á fætur annarri er gerð eftir teiknimyndasögu, núna síðast Spiderman 3 sem var frumsýnd í gær. Þá hafa myndasögur Hugleiks Dagssonar örugglega stækkað lesendahópinn mikið. Þórhallur segir að þetta hafi gengið vonum framar síðustu ár og aðsókn aukist mikið á milli ára. „Þetta tókst ótrúlega vel í fyrra og myndaðist mikil stemning. Það var svona líka brakandi blíða og röð langt út á götu. Við færðum okkur út fyrir búðina og vorum með borð þar, enda borin von að koma öllu þessu fólki fyrir inni í búðinni.“ Húllumhæið hefst kl. 14 í Nexus, Hverfisgötu 103. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira
„Við ætlum að gefa rúmlega tólf þúsund myndasögur í dag,” segir Þórhallur Björgvinsson, umsjónarmaður myndasagna í Nexus. Búðin er að taka þátt í „Free Comic Book Day“, eða ókeypis myndasögudeginum, ásamt tvö þúsund verslunum um allan heim. „Við verðum með um fjörutíu titla. Fyrir stelpur og stráka, litlu krakkana, fullorðna og allt þar á milli. Það ætti að vera nóg fyrir alla og hver og einn getur fengið nokkur blöð.“ Allar myndasögurnar sem verða gefnar eru prentaðar sérstaklega af þessu tilefni. „Þetta eru samantekin ráð hjá myndasöguútgefendum, jafnt stórum sem minni spámönnum, til að kynna formið á skemmtilegan máta. Þetta er sjötta árið sem þetta er gert og við höfum verið með frá upphafi.“ Vinsældir myndasagna hafa aukist mikið undanfarin ár. Hver Hollywood-stórmyndin á fætur annarri er gerð eftir teiknimyndasögu, núna síðast Spiderman 3 sem var frumsýnd í gær. Þá hafa myndasögur Hugleiks Dagssonar örugglega stækkað lesendahópinn mikið. Þórhallur segir að þetta hafi gengið vonum framar síðustu ár og aðsókn aukist mikið á milli ára. „Þetta tókst ótrúlega vel í fyrra og myndaðist mikil stemning. Það var svona líka brakandi blíða og röð langt út á götu. Við færðum okkur út fyrir búðina og vorum með borð þar, enda borin von að koma öllu þessu fólki fyrir inni í búðinni.“ Húllumhæið hefst kl. 14 í Nexus, Hverfisgötu 103.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Sjá meira