Gefa tólf þúsund myndasögur í dag 5. maí 2007 03:30 Þórhallur Björgvinsson, starfsmaður Nexus, sem gefur tólf þúsund myndasögur í dag.Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm „Við ætlum að gefa rúmlega tólf þúsund myndasögur í dag,” segir Þórhallur Björgvinsson, umsjónarmaður myndasagna í Nexus. Búðin er að taka þátt í „Free Comic Book Day“, eða ókeypis myndasögudeginum, ásamt tvö þúsund verslunum um allan heim. „Við verðum með um fjörutíu titla. Fyrir stelpur og stráka, litlu krakkana, fullorðna og allt þar á milli. Það ætti að vera nóg fyrir alla og hver og einn getur fengið nokkur blöð.“ Allar myndasögurnar sem verða gefnar eru prentaðar sérstaklega af þessu tilefni. „Þetta eru samantekin ráð hjá myndasöguútgefendum, jafnt stórum sem minni spámönnum, til að kynna formið á skemmtilegan máta. Þetta er sjötta árið sem þetta er gert og við höfum verið með frá upphafi.“ Vinsældir myndasagna hafa aukist mikið undanfarin ár. Hver Hollywood-stórmyndin á fætur annarri er gerð eftir teiknimyndasögu, núna síðast Spiderman 3 sem var frumsýnd í gær. Þá hafa myndasögur Hugleiks Dagssonar örugglega stækkað lesendahópinn mikið. Þórhallur segir að þetta hafi gengið vonum framar síðustu ár og aðsókn aukist mikið á milli ára. „Þetta tókst ótrúlega vel í fyrra og myndaðist mikil stemning. Það var svona líka brakandi blíða og röð langt út á götu. Við færðum okkur út fyrir búðina og vorum með borð þar, enda borin von að koma öllu þessu fólki fyrir inni í búðinni.“ Húllumhæið hefst kl. 14 í Nexus, Hverfisgötu 103. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
„Við ætlum að gefa rúmlega tólf þúsund myndasögur í dag,” segir Þórhallur Björgvinsson, umsjónarmaður myndasagna í Nexus. Búðin er að taka þátt í „Free Comic Book Day“, eða ókeypis myndasögudeginum, ásamt tvö þúsund verslunum um allan heim. „Við verðum með um fjörutíu titla. Fyrir stelpur og stráka, litlu krakkana, fullorðna og allt þar á milli. Það ætti að vera nóg fyrir alla og hver og einn getur fengið nokkur blöð.“ Allar myndasögurnar sem verða gefnar eru prentaðar sérstaklega af þessu tilefni. „Þetta eru samantekin ráð hjá myndasöguútgefendum, jafnt stórum sem minni spámönnum, til að kynna formið á skemmtilegan máta. Þetta er sjötta árið sem þetta er gert og við höfum verið með frá upphafi.“ Vinsældir myndasagna hafa aukist mikið undanfarin ár. Hver Hollywood-stórmyndin á fætur annarri er gerð eftir teiknimyndasögu, núna síðast Spiderman 3 sem var frumsýnd í gær. Þá hafa myndasögur Hugleiks Dagssonar örugglega stækkað lesendahópinn mikið. Þórhallur segir að þetta hafi gengið vonum framar síðustu ár og aðsókn aukist mikið á milli ára. „Þetta tókst ótrúlega vel í fyrra og myndaðist mikil stemning. Það var svona líka brakandi blíða og röð langt út á götu. Við færðum okkur út fyrir búðina og vorum með borð þar, enda borin von að koma öllu þessu fólki fyrir inni í búðinni.“ Húllumhæið hefst kl. 14 í Nexus, Hverfisgötu 103.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira