„Landið á part í mér“ 5. maí 2007 00:00 myndlist Ein ljósmynda Gilles á sýningunni í Hafnarborg. Birt með góðfúslegu leyfi höfundar og hafnarborgar Það stefnir í sýningarlok í Hafnarborg á ljósmyndasýningu franska tískuljósmyndarans Gilles Bensimon en henni lýkur á sunnudag. Hann er loksins kominn að sjá hana og í stuttri heimsókn sinni hingað að þessu sinni gerir hann margt í einu: sér uppstillinguna á verkum frá ferli sínum í Hafnarborg sem hann er sérdeilis ánægður með, svo að hann myndar upphenginguna í bak og fyrir og hrósar starfsfólki Hafnarborgar í hástert. Hann ætlar að líta á sýningar vinkonu sinnar Roni Horn og svo er hann hér til að undirbúa leiðangur hingað upp í júní. Það er ekki fyrsta heimsókn þessa fræga og virta ljósmyndara til Íslands. Hér hefur hann verið nánast árlegur gestur, eins og farfuglarnir: „Ég komst ekki í fyrra," segir hann afsakandi. „Ég hef verið hér sextán sautján sinnum." Nokkrar ljósmyndanna á sýningunni eru því til sönnunar, rengluleg stúlka mikið máluð umvafin ullarflík stendur frammi fyrir myndarlegu fjárhúsi, fjöll, sandur. Allt er þetta íslenskt. Gamall vinur Gilles, Ari Alexander, hefur jafnan verið honum innan handar þegar ljósmyndarinn hefur komið hingað með samstarfsfólk sitt og fyrirsætur: „Hann hefur birt opnur eftir opnur árlega frá Íslandi." Gilles hefur búið í New York í tuttugu og fimm ár og verið listrænn stjórnandi á Vogue. Hann hefur unnið með öllum frægustu fyrirsætum heims. Sumir segja hann hafa smíðað fyrirbærið súpermódel. Sýningin í Hafnarborg leiðir í ljós að myndefnið er ekki bara kona í fötum, heldur frekar bakgrunnurinn, áferðin og litirnir. „Það er eitthvað hér sem dregur mig," segir hann. „Amma mín var frá Bretagne og það kann að skýra það að ég á hér einhvern veginn heima. Þetta er einstakt land og ég hef alltaf ætlað mér að koma hingað til annars en vinnu. Ég læt menn oft keyra áfram frá þeim stöðum sem ákveðnir eru, bara eitthvað vegna þess að það er alltaf eitthvað nýtt sem ber fyrir augu." Hefur maður með þetta svið látið af tökum á myndavélar með filmu? „Já alveg, fyrir fjórum árum. Ég tek allt stafrænt núna. Ég mynda líka miklu, miklu meira en áður. Við erum alltaf að syrgja liðna tækni. En hún breytist svo hratt. Langafi minn var sýningarmaður hjá Lumiere-bræðrum sem voru brautryðjendur í kvikmyndagerð. Tíminn líður og tæknin breytist." Sýningin er á tveimur hæðum í Hafnarborg og lýkur sem fyrr segir á sunnudag. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Það stefnir í sýningarlok í Hafnarborg á ljósmyndasýningu franska tískuljósmyndarans Gilles Bensimon en henni lýkur á sunnudag. Hann er loksins kominn að sjá hana og í stuttri heimsókn sinni hingað að þessu sinni gerir hann margt í einu: sér uppstillinguna á verkum frá ferli sínum í Hafnarborg sem hann er sérdeilis ánægður með, svo að hann myndar upphenginguna í bak og fyrir og hrósar starfsfólki Hafnarborgar í hástert. Hann ætlar að líta á sýningar vinkonu sinnar Roni Horn og svo er hann hér til að undirbúa leiðangur hingað upp í júní. Það er ekki fyrsta heimsókn þessa fræga og virta ljósmyndara til Íslands. Hér hefur hann verið nánast árlegur gestur, eins og farfuglarnir: „Ég komst ekki í fyrra," segir hann afsakandi. „Ég hef verið hér sextán sautján sinnum." Nokkrar ljósmyndanna á sýningunni eru því til sönnunar, rengluleg stúlka mikið máluð umvafin ullarflík stendur frammi fyrir myndarlegu fjárhúsi, fjöll, sandur. Allt er þetta íslenskt. Gamall vinur Gilles, Ari Alexander, hefur jafnan verið honum innan handar þegar ljósmyndarinn hefur komið hingað með samstarfsfólk sitt og fyrirsætur: „Hann hefur birt opnur eftir opnur árlega frá Íslandi." Gilles hefur búið í New York í tuttugu og fimm ár og verið listrænn stjórnandi á Vogue. Hann hefur unnið með öllum frægustu fyrirsætum heims. Sumir segja hann hafa smíðað fyrirbærið súpermódel. Sýningin í Hafnarborg leiðir í ljós að myndefnið er ekki bara kona í fötum, heldur frekar bakgrunnurinn, áferðin og litirnir. „Það er eitthvað hér sem dregur mig," segir hann. „Amma mín var frá Bretagne og það kann að skýra það að ég á hér einhvern veginn heima. Þetta er einstakt land og ég hef alltaf ætlað mér að koma hingað til annars en vinnu. Ég læt menn oft keyra áfram frá þeim stöðum sem ákveðnir eru, bara eitthvað vegna þess að það er alltaf eitthvað nýtt sem ber fyrir augu." Hefur maður með þetta svið látið af tökum á myndavélar með filmu? „Já alveg, fyrir fjórum árum. Ég tek allt stafrænt núna. Ég mynda líka miklu, miklu meira en áður. Við erum alltaf að syrgja liðna tækni. En hún breytist svo hratt. Langafi minn var sýningarmaður hjá Lumiere-bræðrum sem voru brautryðjendur í kvikmyndagerð. Tíminn líður og tæknin breytist." Sýningin er á tveimur hæðum í Hafnarborg og lýkur sem fyrr segir á sunnudag.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira