Send í sveitina 5. maí 2007 03:15 Send í sveit Tvær nýjar ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Í Myndasalnum má sjá sýninguna Auga gestsins með ljósmyndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis og á Veggnum er sýningin Send í sveit. Við opnun kl. 15 spilar KK og syngur. Norðmenn stunduðu veiðar og útgerð á Íslandi um langt skeið og höfðu hér ítök undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Einn norsku útgerðarmannanna var Hans Wiin-gaard Friis frá bænum Álasundi í Noregi. Hann stundaði þorskveiðar frá Hafnarfirði árin 1906 til 1909 en var auk þess áhugaljósmyndari og myndaði nokkuð á ferðalögum sínum um landið. Friis tók margar myndir af Hafnarfirði en auk þess heimsótti hann aðra útgerðarstaði þar sem norsk umsvif voru mikil, til dæmis Siglufjörð, Seyðisfjörð og Reyðarfjörð. Myndasyrpa Friis frá Íslandi er um margt merkileg. Hann sver sig í ætt við aðra áhugamenn í persónulegri og frjálslegri nálgun við myndatökurnar. Myndasafn hans er nú varðveitt í Ålesunds Museum en sýningin í Þjóðminjasafninu er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri. Hinn hlutinn af samsýningu þessari er á Veggnum, sýningarstað framan við ljósmyndasýningasalinn, en hún vekur vafalaust upp bernskuminningar úr sveitinni hjá mörgum landsmönnum. Í sumarbyrjun rifjar Þjóðminjasafnið upp þennan tíma með sýningu ljósmynda af börnum við sveitastörf, af kveðjustundum og fagnaðarfundum á BSÍ. Á meðan enn voru sterk tengsl milli íbúa á mölinni og í sveitum landsins var alsiða að börn í þéttbýli væru send í sveit, ýmist til ættingja eða vandalausra, yfir sumartímann. Þá voru flestir bæjarbúar fyrsta kynslóð á mölinni og áttu skyldfólk í sveitinni en einnig komst fólk í samband við sveitaheimili í gegnum ráðningarþjónustur eða smáauglýsingar. Á sýningunni Send í sveit má sjá myndir úr söfnum Ingimundar Magnússonar, Guðna Þórðarsonar, Gísla Gestssonar, Þorvaldar Ágústssonar og Ara Kárasonar. Einnig fékk Þjóðminjasafnið nokkra einstaklinga til að deila reynslu sinni úr sveitinni með sýningargestum. Báðar sýningar standa yfir 5. maí til 25. ágúst. Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Tvær nýjar ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands í dag. Í Myndasalnum má sjá sýninguna Auga gestsins með ljósmyndum frá Íslandsferðum norska útgerðarmannsins Hans Wiingaard Friis og á Veggnum er sýningin Send í sveit. Við opnun kl. 15 spilar KK og syngur. Norðmenn stunduðu veiðar og útgerð á Íslandi um langt skeið og höfðu hér ítök undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. Einn norsku útgerðarmannanna var Hans Wiin-gaard Friis frá bænum Álasundi í Noregi. Hann stundaði þorskveiðar frá Hafnarfirði árin 1906 til 1909 en var auk þess áhugaljósmyndari og myndaði nokkuð á ferðalögum sínum um landið. Friis tók margar myndir af Hafnarfirði en auk þess heimsótti hann aðra útgerðarstaði þar sem norsk umsvif voru mikil, til dæmis Siglufjörð, Seyðisfjörð og Reyðarfjörð. Myndasyrpa Friis frá Íslandi er um margt merkileg. Hann sver sig í ætt við aðra áhugamenn í persónulegri og frjálslegri nálgun við myndatökurnar. Myndasafn hans er nú varðveitt í Ålesunds Museum en sýningin í Þjóðminjasafninu er unnin í samvinnu við Minjasafnið á Akureyri. Hinn hlutinn af samsýningu þessari er á Veggnum, sýningarstað framan við ljósmyndasýningasalinn, en hún vekur vafalaust upp bernskuminningar úr sveitinni hjá mörgum landsmönnum. Í sumarbyrjun rifjar Þjóðminjasafnið upp þennan tíma með sýningu ljósmynda af börnum við sveitastörf, af kveðjustundum og fagnaðarfundum á BSÍ. Á meðan enn voru sterk tengsl milli íbúa á mölinni og í sveitum landsins var alsiða að börn í þéttbýli væru send í sveit, ýmist til ættingja eða vandalausra, yfir sumartímann. Þá voru flestir bæjarbúar fyrsta kynslóð á mölinni og áttu skyldfólk í sveitinni en einnig komst fólk í samband við sveitaheimili í gegnum ráðningarþjónustur eða smáauglýsingar. Á sýningunni Send í sveit má sjá myndir úr söfnum Ingimundar Magnússonar, Guðna Þórðarsonar, Gísla Gestssonar, Þorvaldar Ágústssonar og Ara Kárasonar. Einnig fékk Þjóðminjasafnið nokkra einstaklinga til að deila reynslu sinni úr sveitinni með sýningargestum. Báðar sýningar standa yfir 5. maí til 25. ágúst.
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira