Lífið

Eiríkur kynnir sig á Myspace

Eiríkur Haukson notar netið grimmt.
Eiríkur Haukson notar netið grimmt.

„Þetta er auðvitað bara „the way to do it“ í dag,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson Eurovision-sérfræðingur um þá nýjung Eiríks Hauksonar að nota vefsíðuna Myspace til að kynna íslenska keppnislagið. „Auðvitað á maður að hafa allar klær úti og reyna að kynna lagið eftir bestu getu. Það væri bara óskandi að þetta nái til Íslendinga erlendis svo þeir geti kosið hann.“



Myspace er ein mest heimsótta síðan á netinu með meira en hundrað milljón notendur. Allir notendurnir eru með sér síðu með mynd af sér, persónuupplýsingum og því sem þá langar að deila með umheiminum. Eiríkur Hauksson biðlar nú til allra á Myspace að að setja mynd af honum sjálfum sem aðalmynd á til að sýna stuðning við íslenska framlagið.

„Nú eru aðeins örfáir dagar til Eurovision og þá skiptir máli fyrir sanna Íslendinga að standa saman til sigurs! Það sýnir ekkert samstöðu betur heldur en að láta myndina sem fylgir sem profile picture á myspace!” segir í fréttatilkynningu frá Eiríki.



Á myndinni sem um ræðir stendur Eiríkur bísperrtur á hlírabol, með bjór í hendi og svört sólgleraugu eins og alvöru rokkara sæmir. Nánari upplýsingar um þetta má finna á Myspace.com/iceland2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.