Íslenskir frömuðir festir á filmu 5. maí 2007 02:30 Hönnuðurinn Helicopter, sem selur vörur sínar í Nakta apanum, var á meðal þeirra sem Charlie heillaðist af. fréttablaðið/charlie strand Stílistinn og ljósmyndarinn Charlie Strand vinnur að gerð ljósmyndabókar um íslenskt tónlistar- og menningarlíf og helstu frömuðina á því sviði. Hann yfirgaf farsælan stílistaferil í London fyrir einu og hálfu ári til að helga sig verkefninu. Charlie er hálfíslenskur, en fæddur og uppalinn í London. Þar vann hann sem tísku- og tónlistarstílisti. „Ég hef til dæmis stíliserað fyrir Suede, Richard Ashcroft og Fatboy Slim og fleiri hljómsveitir í britpop-geiranum sem voru mjög vinsælar á þessum tíma,“ útskýrði Charlie. Hann stíliseraði jafnframt myndatökur fyrir tímarit á borð við i-D, Tank og Esquire og stíliseraði og stýrði tískusýningum á tískuvikum í bæði London og París. Hann teygði sig yfir í ljósmyndun fyrir rúmum tveimur árum síðan. Blaðamanni þykir undarlegt að nokkur vilji snúa baki við slíkum ferli til þess að halda til Íslands vopnaður myndavél. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun Charlie er tvíþætt, að hans sögn. „Mamma mín var íslensk. Hún lést fyrir tveimur árum. Þremur árum fyrir það létust afi minn og amma, sem voru íslensk. Svo íslenska tengingin mín hvarf eiginlega á nokkurra ára tímabili, og ég fylltist nánast skelfingu,“ útskýrir hann. „En ég var líka orðinn þreyttur á því að svara alltaf sömu spurningunum um Ísland. Fólk var alltaf að óska mér til hamingju með hversu frábært Ísland væri – sem mér fannst auðvitað rosa gaman til að byrja með,“ segir Charlie kíminn. „Síðan fór það eiginlega að pirra mig, af því að fólk vissi í rauninni óskaplega lítið um hvað væri í gangi á Íslandi. Það var eins og því hefði verið sagt af einhverjum fjölmiðli að Ísland væri hipp og kúl, en enginn vissi meira en það,“ útskýrir hann. „Mér fannst það hálfgerð móðgun við íslenska menningu og þetta skapandi samfélag. Ég ákvað þess vegna að ráðast í þetta verkefni, sem gengur einmitt út á að sýna hvað er að gerast hérna,“ segir Charlie. ' Bókin samanstendur af ljósmyndum Charlie og texta, ásamt viðtölum hans við viðfangsefnin. Hann tekur fyrir þrjú svið íslensk listalífs og fjallar um fólkið sem honum þykir vera helstu frömuðirnir á sviði tónlistar, tísku og myndlistar, eða „trendsettera“, eins og hann kallar það. Á meðal tónlistarmannanna sem prýða síður bókarinnar eru Mínus, Trabant, Valgeir Sigurðsson, Mr. Silla og Leaves. Hönnuðirnir Helicopter, Eygló, Harpa E, Edda Ívarsdóttir og Dead fá líka sitt pláss, eins og listamennirnir Shoplifter, Ragnar Kjartansson, Ásdís Gunnarsdóttir og Egill Sæbjörnsson. Bókin er nú á síðustu metrunum og er væntanleg í bókahillur á næstu mánuðum. „Hún kemur fyrst út á Íslandi, en verður alls ekki bara til sölu hér. Mig langar að dreifa henni í London, París og Tókýó, þó að það sé þá í smærra upplagi. Ég er hrifinn af réttri kynningu á réttum stað,“ segir hann. Verkefnið vatt töluvert upp á sig, að sögn Charlie. Tveimur árum eftir að hann hóf vinnu við bókina hefur mikið vatn runnið til sjávar, og mikið af fjármunum gufað upp. „Ég hef lagt alla fjármuni sem ég hef átt í þetta verkefni. Þetta er fjárhagslegt kaós,“ segir hann sposkur. „Ef ég segi þetta alveg umbúðalaust, þá var ég ágætlega efnaður. Og nú er ég svo langt frá því að það er ótrúlegt,“ segir hann og hlær við. „En ég held að það hafi líka hjálpað mér að tengjast fólkinu sem ég hef unnið með í þessu,“ segir Charlie og bendir á að íslenskir listamenn séu sjaldnast í miklum efnum. „Ég hef líka lifað þetta áður en ég tek myndirnar. Ég fór til dæmis á svona sjö tónleika með Mínus. Ég myndaði þá á fjórum tónleikum og tók mörg hundruð myndir. Og ég vann með fatahönnuðunum, fór á sýningarnar þeirra og tók að meira að segja myndir fyrir suma,“ segir Charlie. „Þetta er ekki þetta týpíska sjónarhorn útlendingsins,“ bætir hann hugsi við. „Ætli ég sé ekki með einn fót fyrir utan og einn inni.“ Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Stílistinn og ljósmyndarinn Charlie Strand vinnur að gerð ljósmyndabókar um íslenskt tónlistar- og menningarlíf og helstu frömuðina á því sviði. Hann yfirgaf farsælan stílistaferil í London fyrir einu og hálfu ári til að helga sig verkefninu. Charlie er hálfíslenskur, en fæddur og uppalinn í London. Þar vann hann sem tísku- og tónlistarstílisti. „Ég hef til dæmis stíliserað fyrir Suede, Richard Ashcroft og Fatboy Slim og fleiri hljómsveitir í britpop-geiranum sem voru mjög vinsælar á þessum tíma,“ útskýrði Charlie. Hann stíliseraði jafnframt myndatökur fyrir tímarit á borð við i-D, Tank og Esquire og stíliseraði og stýrði tískusýningum á tískuvikum í bæði London og París. Hann teygði sig yfir í ljósmyndun fyrir rúmum tveimur árum síðan. Blaðamanni þykir undarlegt að nokkur vilji snúa baki við slíkum ferli til þess að halda til Íslands vopnaður myndavél. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun Charlie er tvíþætt, að hans sögn. „Mamma mín var íslensk. Hún lést fyrir tveimur árum. Þremur árum fyrir það létust afi minn og amma, sem voru íslensk. Svo íslenska tengingin mín hvarf eiginlega á nokkurra ára tímabili, og ég fylltist nánast skelfingu,“ útskýrir hann. „En ég var líka orðinn þreyttur á því að svara alltaf sömu spurningunum um Ísland. Fólk var alltaf að óska mér til hamingju með hversu frábært Ísland væri – sem mér fannst auðvitað rosa gaman til að byrja með,“ segir Charlie kíminn. „Síðan fór það eiginlega að pirra mig, af því að fólk vissi í rauninni óskaplega lítið um hvað væri í gangi á Íslandi. Það var eins og því hefði verið sagt af einhverjum fjölmiðli að Ísland væri hipp og kúl, en enginn vissi meira en það,“ útskýrir hann. „Mér fannst það hálfgerð móðgun við íslenska menningu og þetta skapandi samfélag. Ég ákvað þess vegna að ráðast í þetta verkefni, sem gengur einmitt út á að sýna hvað er að gerast hérna,“ segir Charlie. ' Bókin samanstendur af ljósmyndum Charlie og texta, ásamt viðtölum hans við viðfangsefnin. Hann tekur fyrir þrjú svið íslensk listalífs og fjallar um fólkið sem honum þykir vera helstu frömuðirnir á sviði tónlistar, tísku og myndlistar, eða „trendsettera“, eins og hann kallar það. Á meðal tónlistarmannanna sem prýða síður bókarinnar eru Mínus, Trabant, Valgeir Sigurðsson, Mr. Silla og Leaves. Hönnuðirnir Helicopter, Eygló, Harpa E, Edda Ívarsdóttir og Dead fá líka sitt pláss, eins og listamennirnir Shoplifter, Ragnar Kjartansson, Ásdís Gunnarsdóttir og Egill Sæbjörnsson. Bókin er nú á síðustu metrunum og er væntanleg í bókahillur á næstu mánuðum. „Hún kemur fyrst út á Íslandi, en verður alls ekki bara til sölu hér. Mig langar að dreifa henni í London, París og Tókýó, þó að það sé þá í smærra upplagi. Ég er hrifinn af réttri kynningu á réttum stað,“ segir hann. Verkefnið vatt töluvert upp á sig, að sögn Charlie. Tveimur árum eftir að hann hóf vinnu við bókina hefur mikið vatn runnið til sjávar, og mikið af fjármunum gufað upp. „Ég hef lagt alla fjármuni sem ég hef átt í þetta verkefni. Þetta er fjárhagslegt kaós,“ segir hann sposkur. „Ef ég segi þetta alveg umbúðalaust, þá var ég ágætlega efnaður. Og nú er ég svo langt frá því að það er ótrúlegt,“ segir hann og hlær við. „En ég held að það hafi líka hjálpað mér að tengjast fólkinu sem ég hef unnið með í þessu,“ segir Charlie og bendir á að íslenskir listamenn séu sjaldnast í miklum efnum. „Ég hef líka lifað þetta áður en ég tek myndirnar. Ég fór til dæmis á svona sjö tónleika með Mínus. Ég myndaði þá á fjórum tónleikum og tók mörg hundruð myndir. Og ég vann með fatahönnuðunum, fór á sýningarnar þeirra og tók að meira að segja myndir fyrir suma,“ segir Charlie. „Þetta er ekki þetta týpíska sjónarhorn útlendingsins,“ bætir hann hugsi við. „Ætli ég sé ekki með einn fót fyrir utan og einn inni.“
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira