Lífið

Arna í aðstoðarritstjóralimbói

Misskilningur hjá Mannlífsmönnum og íhugar að kæra.
Misskilningur hjá Mannlífsmönnum og íhugar að kæra.

„Aldrei hefur staðið annað til en borga blaðamönnum Krónikunnar uppsagnarfrest þann sem þeir eiga inni. Þetta er því alger misskilningur hjá þeim Mannlífsmönnum,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, aðstoðarritstjóri DV og fyrrum ritstjóri tímaritsins Krónikunnar.

Sigríður Dögg íhugar nú í fullri alvöru að kæra Mannlífsmenn til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands (BÍ). Á vef tímaritsins, undir þætti sem nefnist Orðrómur, birtist í gær moli þess efnis að fyrrum blaðamenn Krónikunnar hygðust beita BÍ fyrir sig til að sækja rétt sinn hvað varðar ógreiddan uppsagnarfrest. Allt er þetta mál hið snúnasta því formaður BÍ er Arna Schram sem jafnframt er fyrrum aðstoðarritstjóri Krónikunnar. Og þannig ein þeirra sem ætlar samkvæmt molanum að sækja rétt sinn í gegnum félagið. Og til að flækja málin enn, ef Sigríður Dögg kærir, þá tekur við kærunni Arna, en kæran varðar skrif sem hverfast um hana sjálfa.

Aðstoðarritstjóri Mannlífs er Þórarinn Þórarinsson: „Klausan er ekki áfellisdómur yfir einum né neinum. Aðeins verið að greina frá væringum sem við höfum traustar heimildir fyrir. Síðan má deila um orðalag og framsetningu og sjálfsagt að telji fólk á sér brotið að það leiti til siðanefndar. Til þess er hún. En rétt er að vekja athygli á stigsmuni á molum sem þessum og svo stöðluðum fréttum.“- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.