Innlent

Umferðaróhapp við Hádegismóa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekki er vitað um meiðsl á fólki.
Ekki er vitað um meiðsl á fólki. Mynd/ Guðmundur Þórir Steinþórsson
Umferðaróhapp varð á Suðurlandsvegi við Hádegismóa á tólfta tímanum í dag. Slysið varð með þeim hætti að kranabóma á vörubíl rakst upp í brú. Við það féll bóman ofan á framrúðu á bíl sem keyrði á eftir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bifreiðarinnar fluttur á bráðamóttöku Landspítala-Háskólasjúkrahúss með minniháttar höfuðáverka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×