Lífið

Britney skilin

Britney Spears og Kevin Federline eru loksins skilin, en gengið var frá pappírunum í dag. Þau giftust í október árið 2004 átta mánuðum eftir að skammlíft hjónaband Spears og æskuvinar hennar var ógilt.

Söngkonan sótti um skilnað frá Federline 7. nóvember í fyrra, og bar við óleysanlegum ágreiningi.

Hjónin eignuðust saman synina Sean Preston, sem nú er 22 mánaða gamall, og hinn 10 mánaða gamla Jayden James. Þau hafa deilt forræði yfir drengjunum hingað til, en lögfræðingur Spears vildi ekki gefa upp hvaða fyrirkomulag yrði á þeim málum í kjölfar skilnaðarins. Heimildarmenn OK tímaritsins segja að lögfræðingur Federline muni fara fram á fullt forræði yfir börnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.