Fangelsisvist, djammlíf og grasreykingar Parisar Hilton féllu ekki betur í kramið hjá afa hennar en svo að hann hefur gert hana arflausa. Afinn, Barron Hilton, er sonur stofnanda Hilton keðjunnar og átti þangað til nýlega rúm fimm prósent hlutabréfa í henni.
Hann seldi fyrir skemmstu alla hluti sína til Blackstone fyrirtækisins fyrir jafnvirði 120 milljarða íslenskra króna, að sögn ANI fréttastofunnar.
Nú er ljóst að Paris fær ekki aur af því frekar en hin ellefu barnabörnin. Jerry Oppenheimir, sem ritaði ævisögu Barrons, segir afann sárskammast sín fyrir hvernig Hilton nafnið hefur verið flekkað. Hann hafi því ákveðið að gefa milljarðana alla til góðgerðarmála.
Paris Hilton gerð arflaus

Mest lesið








„Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“
Lífið samstarf


Góð ráð fyrir garðinn í sumar
Lífið samstarf