Lífið

Spilað gegn kynbundnu ofbeldi á Grand Rokk

MYND/Atlon

Baráttutónleikar gegn kynbundnu ofbeldi verða haldnir á morgun á skemmtistaðnum Grand Rokk í Reykjavík. Karlahópur femínistafélagsins, Vdags samtökin og Jafningjafræðslan standa fyrir tónleikunum sem hefjast klukkan átta. Í tilkynningu frá fyrrnefndum samtökum kemur fram að þau vilji leggja í sameiningu áherslu á mikilvægi þess að fólk taki virkan þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. „Markmiðið er meðal annars að vekja athygli á alvarleika nauðgana og að hvetja karlmenn til að taka ábyrgan þátt í umræðunni."

Samtökin vilja leggja áherslu á að verslunarmannahelgin eigi að vera vettvangur skemmtunar og gleði og því var ákveðið að efna til tónleikanna til þess að „vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fólk taki skýra og meðvitaða afstöðu gegn nauðgunum.

Á tónleikunum koma fram: b.sig, Dikta, Ólöf Arnalds, Pétur Ben, Sprengjuhöllin, Wulfgang, Þórir, Byssupiss og Lay Low.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.