Lífið

Má bjóða þér smokk með borgaranum?

Maia fékk pennaveski í sárabætur.
Maia fékk pennaveski í sárabætur.

Hann var óvenjulegur glaðningurinn sem fylgdi með barnamáltíð hinnar nýsjálensku Maiu Whitaker. Maia var á leið í leikhús með ömmu sinni og afa sem ákváðu að gera vel við stúlkuna með kvöldverði á Macdonalds.

En í stað hins hefðbundna plastleikfangs leyndist í barnaboxinu grænn Durex smokkur í lítilli íþróttatösku.

"Mér krossbrá" sagði afinn, "Hún er bara sjö ára gömul og það getur verið erfitt að útskýra svona nokkuð."

Talskona Macdonalds, Joanna Redfer-Hardisty sagðist skilja óánægju fjölskyldunnar. Barnaglaðningurinn hafði klárast fyrr um daginn og íþróttataskan óvenjulega ratað í boxið í staðinn.

Boxið var sent til höfuðstöðva Macdonalds til frekari rannsókna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.