Lífið

Prozac fyrir hvutta

Sorgunum drekkt

Lyfjafyrirtækið Eli Lilly, sem einning framleiðir Prozac, hefur sent frá sér fyrsta þunglyndislyf heims fyrir hunda. Lyfið er tuggutafla með nautakjötsbragði.

"Rannsóknir okkar sýna að allt að 17% hunda í Bandaríkjunum, um ellefu milljónir, þjást af aðskilnaðarkvíða" segir Steve Connell, yfirmaður hjá fyrirtækinu.

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna samþykkti í gær lyfið, Reconcile, til notkunar fyrir hunda með aðkilnaðarkvíða vegna langra fjarvista eigenda.

Eftirlitið mælir með því að lyfið sé notað ásamt sálfræðimeðferð til að losa hunda við hvimleiða fylgifiska kvíðans, svo sem árásarhneigð, þvagleka, lystarleysi og skemmdarfísn sem helst beinist gegn innanstokksmunum og skótaui.

73 prósent þeirra hunda sem fengu lyfið ásamt sálfræðimeðferð sýndu meiri bata en þeir hundar sem fengu meðferð eingöngu.

Lyfið er þó ekki fullkomið, Eli Lilly varar við að í undantekningartilfelllum geti það valdið aukaverkunum á borð við uppköst, niðurgang, skapofsaköst, gelt og átraskanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.