Ábyrgð eða ógæfa 20. febrúar 2007 05:00 Æ fleirum er að verða ljóst hversu stórt óheillaspor stóriðjustefnan er og afleiðingar hennar fyrir þjóðina um langa framtíð. Stöðugt fleiri gera sér grein fyrir þeim mikla „fórnarkostnaði” sem felst í náttúruspjöllunum. Sívaxandi er sá fjöldi sem gerir sér grein fyrir þeirri skammsýni sem ráðið hefir gerðum núverandi forystumanna. Fjöldi greina hefir birst að undanförnu í dagblöðum þar sem deilt er á stjórnvöld í þessu máli. Eg leyfi mér að nefna nokkur dæmi sem menn ættu að kynna sér sem best. Mörður Árnason birti í Blaðinu 19. janúar sl. grein undir fyrirsögninni „Stóriðjuákvæðið: Ekkert pláss fyrir stækkun í Straumsvík.” Ómar Ragnarsson kvaddi sér hljóðs í Morgunblaðinu 15. janúar sl. undir yfirskriftinni „Þegar grímunni allri er svipt af.” Ólafur Hannibalsson gerði stóriðjumálunum góð skil í Fréttablaðinu 24. janúar í greininni „Álsýn – tálsýn.” Enn vil ég nefna grein Björns Gunnars Ólafssonar í Morgunblaðinu 18. janúar: „Eru álver besti kosturinn til orkunýtingar?” Þar segir hann m.a.: „Engar sannanir hafa komið fram hér á landi um að viðunandi arðsemi fáist með því að framleiða orku fyrir álver ... Árin 2003 og 2004 var framlag álframleiðslu til vergrar landsframleiðslu aðeins um 1,4% að meðaltali. ... formaður OR harmaði að ekki væri hægt að leggja pípur og lagnir í jörð – orkuverðið leyfði það ekki. Ef svo er, þá sýnir það einungis að of snemmt er að selja þessa orku.” Allt er þetta hárrétt athugað og sýnir ljóslega að Íslendingar selja sína orku á útsöluverði í samkeppni við lönd þriðja heimsins. Fjölþjóðhringarnir, að margir telja með stuðningi Alþjóðabankans, stýra hagkerfum landa þriðja heimsins þannig að þau verði sem háðust einni tegund frumvinnslu, kaffi í einu landinu, kakó í öðru o.s.frv. Síðan stýra þeir heimsmarkaðsverðinu og gera löndin með þessu móti háð sér og raunverulega ósjálfbjarga. Einnig þannig reyna íslensk stjórnvöld að stýra hagkerfinu hérlendis og það algjörlega að óþörfu. Hagfræðilega er rafmagn bara ein tegund hráefnis til framleiðslu á einni og sömu vörutegundinni og sú framleiðsla er alfarið í höndum erlendra auðhringa. Öllum ætti að vera ljóst að slíkt getur aldrei samrýmst efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Hvað skyldi mönnum koma til? Um þetta segir Björn G. Ólafsson stjórnmálahagfræðingur réttilega: „Í þróuðum hagkerfum fer hlutfallslegt mikilvægi frumvinnslugreina ört minnkandi. ... Verð ákveðst á heimsmarkaði og er mjög sveiflukennt. ... Í upphafi síðustu aldar var lögð mikil áhersla á frumframleiðslugreinar sem tæki til hagþróunar. Oft urðu náttúruauðlindir ofnýttar fyrir vikið án þess að örva vöxt í öðrum hlutum hagkerfisins. Í stað frumvinnslugreina er efling úrvinnslu- og þjónustugreina nú talin betri leið til að auka fjölbreytni í atvinnulífi og minnka hagsveiflur.” Fyrir nokkrum árum dreifði íslenska ríkisstjórnin pésa nokkrum um víðan völl erlendis þar sem Ísland var auglýst og sérstaklega bent á lágt orkuverð og lítið eftirlit með umhverfismálum fyrirtækja. Þessi bæklingur var á ensku og honum ekki ætlað að koma fyrir augu manna hér innanlands. Auðhringarnir tjalda ekki til einnar nætur. Þeir heimta lágt orkuverð bundið til langs tíma. Síðan reisa þeir kröfu um stækkun og hóta að fara burt ef ekki er á það fallist. Við eigum að taka Alcan á orðinu. Því fyrr sem þeir pakka saman í Straumsvík þeim mun betra. Höfundur er jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Æ fleirum er að verða ljóst hversu stórt óheillaspor stóriðjustefnan er og afleiðingar hennar fyrir þjóðina um langa framtíð. Stöðugt fleiri gera sér grein fyrir þeim mikla „fórnarkostnaði” sem felst í náttúruspjöllunum. Sívaxandi er sá fjöldi sem gerir sér grein fyrir þeirri skammsýni sem ráðið hefir gerðum núverandi forystumanna. Fjöldi greina hefir birst að undanförnu í dagblöðum þar sem deilt er á stjórnvöld í þessu máli. Eg leyfi mér að nefna nokkur dæmi sem menn ættu að kynna sér sem best. Mörður Árnason birti í Blaðinu 19. janúar sl. grein undir fyrirsögninni „Stóriðjuákvæðið: Ekkert pláss fyrir stækkun í Straumsvík.” Ómar Ragnarsson kvaddi sér hljóðs í Morgunblaðinu 15. janúar sl. undir yfirskriftinni „Þegar grímunni allri er svipt af.” Ólafur Hannibalsson gerði stóriðjumálunum góð skil í Fréttablaðinu 24. janúar í greininni „Álsýn – tálsýn.” Enn vil ég nefna grein Björns Gunnars Ólafssonar í Morgunblaðinu 18. janúar: „Eru álver besti kosturinn til orkunýtingar?” Þar segir hann m.a.: „Engar sannanir hafa komið fram hér á landi um að viðunandi arðsemi fáist með því að framleiða orku fyrir álver ... Árin 2003 og 2004 var framlag álframleiðslu til vergrar landsframleiðslu aðeins um 1,4% að meðaltali. ... formaður OR harmaði að ekki væri hægt að leggja pípur og lagnir í jörð – orkuverðið leyfði það ekki. Ef svo er, þá sýnir það einungis að of snemmt er að selja þessa orku.” Allt er þetta hárrétt athugað og sýnir ljóslega að Íslendingar selja sína orku á útsöluverði í samkeppni við lönd þriðja heimsins. Fjölþjóðhringarnir, að margir telja með stuðningi Alþjóðabankans, stýra hagkerfum landa þriðja heimsins þannig að þau verði sem háðust einni tegund frumvinnslu, kaffi í einu landinu, kakó í öðru o.s.frv. Síðan stýra þeir heimsmarkaðsverðinu og gera löndin með þessu móti háð sér og raunverulega ósjálfbjarga. Einnig þannig reyna íslensk stjórnvöld að stýra hagkerfinu hérlendis og það algjörlega að óþörfu. Hagfræðilega er rafmagn bara ein tegund hráefnis til framleiðslu á einni og sömu vörutegundinni og sú framleiðsla er alfarið í höndum erlendra auðhringa. Öllum ætti að vera ljóst að slíkt getur aldrei samrýmst efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Hvað skyldi mönnum koma til? Um þetta segir Björn G. Ólafsson stjórnmálahagfræðingur réttilega: „Í þróuðum hagkerfum fer hlutfallslegt mikilvægi frumvinnslugreina ört minnkandi. ... Verð ákveðst á heimsmarkaði og er mjög sveiflukennt. ... Í upphafi síðustu aldar var lögð mikil áhersla á frumframleiðslugreinar sem tæki til hagþróunar. Oft urðu náttúruauðlindir ofnýttar fyrir vikið án þess að örva vöxt í öðrum hlutum hagkerfisins. Í stað frumvinnslugreina er efling úrvinnslu- og þjónustugreina nú talin betri leið til að auka fjölbreytni í atvinnulífi og minnka hagsveiflur.” Fyrir nokkrum árum dreifði íslenska ríkisstjórnin pésa nokkrum um víðan völl erlendis þar sem Ísland var auglýst og sérstaklega bent á lágt orkuverð og lítið eftirlit með umhverfismálum fyrirtækja. Þessi bæklingur var á ensku og honum ekki ætlað að koma fyrir augu manna hér innanlands. Auðhringarnir tjalda ekki til einnar nætur. Þeir heimta lágt orkuverð bundið til langs tíma. Síðan reisa þeir kröfu um stækkun og hóta að fara burt ef ekki er á það fallist. Við eigum að taka Alcan á orðinu. Því fyrr sem þeir pakka saman í Straumsvík þeim mun betra. Höfundur er jógakennari.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun