Ráðist á aðstoðarlögreglustjóra í miðborginni 8. september 2007 13:48 Jón HB. Snorrason og Hörður Jóhannesson snúa manninn niður í miðbænum í nótt. MYND/Bjössi Ölvaður maður réðst að Herði Jóhannessyni, aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, á meðan hann var við eftirlit í miðbænum í nótt. Í fylgd með Herði voru þeir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, Jón HB. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Saman tókst þeim að snúa manninn niður. „Aldur og reynsla Harðar og Jóns kom fram með mjög skýrum hætti og þeir gengu vasklega til verks," sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. „Þeim reyndist ekki erfitt að snúa manninn niður." Ölvaður maður réðst á Hörð Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóra, þar sem hann var við eftirlit ásamt öðrum yfirmönnum lögreglunnar neðarlega á Laugaveginum í nótt. Maðurinn reyndi að hrifsa til sín lögregluhatt Harðar og gerði síðan tilraun til að hlaupa í burtu. Að sögn Stefáns komst maðurinn hins vegar ekki langt áður en Jón HB. Snorrason og Hörður sneru manninn niður og handtóku hann. Stefán segist ekki vita afhverju maðurinn réðst að Herði með þessum hætti.„Þegar hann var búinn að róa sig niður inni í lögreglubílnum þá baðst hann afsökunar á þessu." Maðurinn getur búist við sekt upp á allt að 20 þúsund krónur fyrir athæfið. Stefán segir yfirmenn lögreglunnar hafa verið í miðbænum í gær aðallega til að hafa eftirlit með veitingastöðum og fylgjast með hertum aðgerðum. Saman hafi þeir handtekið nokkra einstaklinga fyrir brot á lögreglusamþykkt meðal annars nokkra sem voru að brjóta flöskur. Hann er ánægður með hvernig til tókst í nótt. „Þetta er langtíma verkefni sem við erum að fást við í miðborginni. Það þurfa margir að koma að því máli til að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í miðborginni." Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Réðist á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Ölvaður maður réðst að Herði Jóhannessyni, aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, á meðan hann var við eftirlit í miðbænum í nótt. Í fylgd með Herði voru þeir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, Jón HB. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn. Saman tókst þeim að snúa manninn niður. „Aldur og reynsla Harðar og Jóns kom fram með mjög skýrum hætti og þeir gengu vasklega til verks," sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, í samtali við Vísi. „Þeim reyndist ekki erfitt að snúa manninn niður." Ölvaður maður réðst á Hörð Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóra, þar sem hann var við eftirlit ásamt öðrum yfirmönnum lögreglunnar neðarlega á Laugaveginum í nótt. Maðurinn reyndi að hrifsa til sín lögregluhatt Harðar og gerði síðan tilraun til að hlaupa í burtu. Að sögn Stefáns komst maðurinn hins vegar ekki langt áður en Jón HB. Snorrason og Hörður sneru manninn niður og handtóku hann. Stefán segist ekki vita afhverju maðurinn réðst að Herði með þessum hætti.„Þegar hann var búinn að róa sig niður inni í lögreglubílnum þá baðst hann afsökunar á þessu." Maðurinn getur búist við sekt upp á allt að 20 þúsund krónur fyrir athæfið. Stefán segir yfirmenn lögreglunnar hafa verið í miðbænum í gær aðallega til að hafa eftirlit með veitingastöðum og fylgjast með hertum aðgerðum. Saman hafi þeir handtekið nokkra einstaklinga fyrir brot á lögreglusamþykkt meðal annars nokkra sem voru að brjóta flöskur. Hann er ánægður með hvernig til tókst í nótt. „Þetta er langtíma verkefni sem við erum að fást við í miðborginni. Það þurfa margir að koma að því máli til að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í miðborginni."
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Réðist á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira