Lífið

Björgólfur með einkaþjálfara í fullu starfi

Viðskiptajöfurinn Björgólfur æfir í Laugum með breskum einkaþjálfara sem hefur það að atvinnu að halda Björgólfi við efnið í líkamsrækt og hollu mataræði.Fréttablaðið/Teitur
Viðskiptajöfurinn Björgólfur æfir í Laugum með breskum einkaþjálfara sem hefur það að atvinnu að halda Björgólfi við efnið í líkamsrækt og hollu mataræði.Fréttablaðið/Teitur

Ríkasti maður Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson, er mikið á ferð og flugi starfs síns vegna. Það aftrar honum þó ekki frá því að gefa sér tíma til að sinna heilsunni og þegar hann er staddur hér á landi æfir hann af krafti í Laugum.



Athygli hefur vakið að viðskiptajöfurinn er sjaldnast einn í för því honum fylgir einkaþjálfari við hvert fótmál. Sá er þó ekki á vegum líkamsræktarstöðvarinnar eins og venja er heldur er hann samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í vinnu hjá Björgólfi og sinnir því einu að halda honum í formi. Þjálfarinn er breskur og að sögn sér hann líka um að sjá til þess að mataræði Björgólfs sé í lagi.

Athygli hefur vakið að þjálfarinn umræddi gengur frá öllum lóðum eftir Björgólf og þrífur þau svæði sem þeir hafa verið á.

Það mun ekki vera óalgengt að fólk með fjárráð á borð við Björgólf leyfi sér slíkan munað enda margvísleg jákvæð áhrif líkamsræktar margsönnuð.



Björgólfur vekur jafnan athygli annarra gesta í Laugum. Ef ekki fyrir einkaþjálfarann breska þá er það fyrir klæðnaðinn. Björgólfur þykir nefnilega einstaklega vel til hafður í ræktinni, til að mynda í Dolce & Gabbana hlýrabolum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.