Lífið

Damon á frægðarstétt

Matt Damon
Matt Damon

Leikarinn Matt Damon fékk nýverið stjörnu sína á frægðarstétt Hollywood. Damon segist hafa ungur að árum horft á stéttina og dreymt um að komast þangað einn daginn.



„Nokkrum sinnum í lífinu hef ég upplifað stundir sem eru ótrúlegri en orð fá lýst og þetta virðist vera ein af þeim,“ sagði Damon við athöfnina. Damon sló í gegn árið 1998 þegar hann samdi handritið að myndinni Good Will Hunting ásamt vini sínum Ben Affleck.



Næsta mynd hans er framhaldshasarinn The Bourne Ultimatum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.