Lífið

Nýr þáttur í anda Beðmálanna

Aðalleikkonurnar í þáttunum. Bonnie Somerville, Miranda Otto, Frances O‘Connor og Lucy Liu. 
NordicPhotos/Gettyimages
Aðalleikkonurnar í þáttunum. Bonnie Somerville, Miranda Otto, Frances O‘Connor og Lucy Liu. NordicPhotos/Gettyimages

Aðdáendur Beðmála í borginni geta glaðst því nýr þáttur frá hugmyndasmið Sex and the City, Darr­en Star, er í vinnslu fyrir sjónvarpsstöðina ABC.



Hugmyndasmiður þáttanna Sex and the City hefur skapað nýjan þátt að nafni Cashmere Mafia.
Nýi þátturinn mun heita Cashmere Mafia og mun einnig fjalla um fjórar fallegar konur í New York-borg en Star lofar því að þátturinn verði allt öðruvísi en Sex and the City. „Þetta er þáttur sem fjallar um konur í viðskiptum og þeirra daglega líf á meðan Sex and the City fjallaði aðallega um kynlíf. Mörgum þykir þetta kannski skrýtið að gera annan þátt um fjórar konur en mér finnst það alls ekki þar sem það er svo mikið efni í þessari hugmynd."
Ljóst er að sama hversu lélegir þættirnir gætu orðið þá verða þeir alltaf áhugaverðir fyrir tískuaðdáendur sem njóta þess að horfa á stílíseringu tískuíkonsins Pat Field.

Með hlutverk kvennanna fjögurra fara þær Miranda Otto, Frances O'Connor, Bonnie Somerville og Lucy Liu. Tískuaðdáendur ættu einnig að gleðjast þar sem hin frábæra Patricia Field mun einnig sjá um stílíseringu þáttanna en hún er ábyrg fyrir því hversu vinsælir þættirnir voru í tískuheiminum. „Við erum mjög heppin að fá Patriciu í lið með okkur enda er hún snillingur í að setja saman flíkur og lætur alklæðnaði líta út eins og listaverk," sagði Lucy Liu. „Ég held hún muni gera eitthvað glænýtt núna enda sagði hún það sjálf við mig í búningsherberginu um daginn að hún endurtæki sig aldrei."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.