Lífið

Sonur Ladda ósáttur við þjófnað

Þórhallur Þórhallsson. Fyndnasta manni Íslands fannst það hjákátlegt að sjá stolið grín í Leitinni.
Þórhallur Þórhallsson. Fyndnasta manni Íslands fannst það hjákátlegt að sjá stolið grín í Leitinni.

Nýkrýndur fyndnasti maður Íslands, Þórhallur Þórhallsson, býsnast yfir því á heimasíðu sinni að Þorsteinn Þór, þátttakandi í raunveruleikaþættinum Leitinni, hafi stolið atriði frá sér. Og grætt á því áframhald í þáttunum.

„Hann tók atriði sem ég hef verið með í sambandi við dverga og var að finna á dvd-disknum Uppistand 2006,“ segir Þórhallur í samtali við Fréttablaðið og fannst það svolítið skrítið að maður sem væri á þeim vettvangi að sýna hvað í honum býr skyldi hafa notað „áðurbirt“ efni. „Grín er reyndar ekki bundið neinum höfundarrétti,“ bætir Þórhallur við en hann fékk sterk viðbrögð í athugasemdakerfinu á heimasíðunni og vildu sumir væna hann um stjörnustæla. Þórhallur, sem er sonur hins kunna grínara Ladda, segir það af og frá „Ég vildi bara benda á þetta enda fannst mér þetta skrítið.“

Auðunn Blöndal er eldri en tvævetur í gríninu og segir líklegt að þegar einhver segi brandara sé það ekki í fyrsta skipti sem sá brandari heyrist. „Annars er ég bara dómari og veit því ekkert um þetta,“ segir Auðunn.

„Ég held að Þorsteinn hafi ekki hugsað að sonur Ladda væri að gera eitthvað geðveikt og ákveðið að herma eftir því,“ bætir hann við og segir að Þórhallur mætti nú bara vera stoltur af sjálfum sér. „Það hlýtur að teljast hrós fyrir grínara ef menn nota brandarann þeirra,“ segir Auðunn og áréttar að Þorsteinn Þór hafi ekki komist áfram vegna þess hversu vel hann léki dverg heldur af því að hann væri metnaðarfullur og ákveðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.