Lífið

Flýta þarf krufningu Önnu

Howard K. Stern, unnusti Önnu Nicole, fellir tár við fregnirnar
Howard K. Stern, unnusti Önnu Nicole, fellir tár við fregnirnar MYND/AP

Þau eru lífleg réttarhöldin sem nú fara fram Vestanhafs í kjölfar dauða Önnu Nicole Smith í síðustu viku. Dómarinn í málinu fékk símtal í miðjum réttarhöldum á laugardag frá réttarlækninum Joshua Perper. Hringdi hann til að láta dómarann vita að lík Önnu Nicole rotnaði hraðar en eðlilegt væri. Því þyrfti að kryfja líkið í þessari viku í stað næstu viku eins og átælað var.

Þegar símtalið kom var unnusti Önnu Nicole, Howard K. Stern, í vitnastúkunni og segja sjónarvottar hann hafa grátið hástöfum þegar hann heyrði fréttirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.