Lífið

Akon ákærður fyrir að henda barni af sviði

Rapparin Akon er í vondum málum. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stofna lífi og limum barns í hættu.

Kæran kemur í kjölfar atviks á tónleikum Akons í New York í júni, þegar einn áhorfenda henti einhverju upp á sviðið. Akon bað áhorfendaskarann að benda á hinn seka. Öryggisvörður benti á fimmtán ára dreng í hópnum og sendi hann upp á svið. Akon gerði sér lítið fyrir, lyfti honum upp á axlir sér og henti honum út í áhorfendahópinn. Þar lenti hann á öðrum dreng, sem sagði dagblaði á staðnum síðar að hann hefði fengið heilahristing.

Akon á að mæta fyrir rétt á mánudag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.