Lífið

Formaður Presley klúbbsins segir kónginn lifa

Þrjátíu ár eru liðin frá meintu andláti Elvis Presley konungur rokksins. Brillantíngreiddir menn í samfestingum hvaðanæva að úr heiminum safnast nú saman við heimili Kóngsins, Graceland, þar sem flestir trúa að hann hafi látist þann 16. ágúst árið 1977, aðeins 42 ára að aldri. Margir aðdáendanna segja þó fregnir af andláti hans stórlega ýktar.

Eins og sönnum Presleyaðdáanda sæmir trúir Jósep Presley Ólason, formaður aðdáendaklúbbs Elvis Presley á Íslandi, því að sjálfsögðu ekki að Kóngurinn sé látinn. Jósep segir hann hafa flúið skarkalann og átroðning aðdáenda og búi nú á búgarði í nágrenni Graceland.

Að sögn Jóseps verður aðdáendaklúbburinn líklega ekki með dagskrá í tilefni dagsins, en Jósep segir þá yfirleitt hittast nokkra félagana og hlusta á Elvislög. Það gera þeir raunar oftar, en fleiri en tvöhundruð félagar eru í klúbbnum, sem hittist reglulega til að bera saman bækur sínar og taka lagið.

Þeir sem hafa áhuga á að ganga í Presleyklúbbinn geta haft samband við Jósep með því að senda póst á netfangið josepelvis@visir.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.