Bjartur leitar að sex ára vinningshafa 31. október 2007 14:14 Bókaforlagið Bjartur leitar nú að sex ára dreng frá Akureyri sem það vill bjóða til Evrópu. Þetta kann að hljóma undarlega fyrir mörgum en fyrir þessu er allsérstök ástæða. Forsaga málsins er sú að fyrr í mánuðinum hafði sex ára drengur samband við forlagið sem hafði undir höndum bréf sem hann hafði fundið inni í bókinni Harry Potter og blendingsprinsinn. Á bréfinu stóð: Harry Poter. Eintak nr 100.000. Gjafabréf. Vinsamlegast hafið samband við Bókaforlagið Bjart. Erindi drengsins kom flatt upp á starfsmenn forlagsins, enda tvö ár síðan hundrað þúsundasta eintakið af Harry Potter bók seldist á Íslandi. Í tilkynningu frá Bjarti skrifar Guðrún Vilmundsdóttur að bréfið hafi verið sett inn í bók sem var til sölu fyrir tveimur árum síðan, þegar hundrað þúsundasta Potter-bókin seldist. Eintakið hafi svo lent neðarlega í bunkanum og ekki selst, kannski verið endursent á bókalager forlagsins þar sem það hefur líklega legið í einhvern tíma áður en það rataði í hillur bókaverslunar á Akureyri. Guðrún segir að Bjartur standi auðvitað hin fögru fyrirheit sem kynnt eru í gjafabréfinu. Icelandair ætlar að fagna þessum hundrað þúsundasta Harry Potter-kaupanda með Bjarti og bjóða honum 2 farmiða til Evrópu og Bjartur skaffar farareyri. "Nema hvað. Við sagnfræðirannsóknirnar sem nauðsynlegar voru til þess að átta sig á ferð bókarinnar síðustu tvö árin þurfti að opna margar skúffur og skoða mörg skjöl í höfuðstöðvum forlagsins. Þetta var nokkurs konar spæjaravinna og færðist móður í menn þegar þeir voru að nálgast lausn gátunnar: og í öllum hamaganginum týndist símanúmer handhafa gjafabréfsins. Bjartur auglýsir því hér með eftir 100 þúsundasta Harry Potter-kaupandanum; handhafa gjafabréfsins, Akureyringnum knáa sem sendi okkur fax þann 3.10.2007", segir Guðrún. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira
Bókaforlagið Bjartur leitar nú að sex ára dreng frá Akureyri sem það vill bjóða til Evrópu. Þetta kann að hljóma undarlega fyrir mörgum en fyrir þessu er allsérstök ástæða. Forsaga málsins er sú að fyrr í mánuðinum hafði sex ára drengur samband við forlagið sem hafði undir höndum bréf sem hann hafði fundið inni í bókinni Harry Potter og blendingsprinsinn. Á bréfinu stóð: Harry Poter. Eintak nr 100.000. Gjafabréf. Vinsamlegast hafið samband við Bókaforlagið Bjart. Erindi drengsins kom flatt upp á starfsmenn forlagsins, enda tvö ár síðan hundrað þúsundasta eintakið af Harry Potter bók seldist á Íslandi. Í tilkynningu frá Bjarti skrifar Guðrún Vilmundsdóttur að bréfið hafi verið sett inn í bók sem var til sölu fyrir tveimur árum síðan, þegar hundrað þúsundasta Potter-bókin seldist. Eintakið hafi svo lent neðarlega í bunkanum og ekki selst, kannski verið endursent á bókalager forlagsins þar sem það hefur líklega legið í einhvern tíma áður en það rataði í hillur bókaverslunar á Akureyri. Guðrún segir að Bjartur standi auðvitað hin fögru fyrirheit sem kynnt eru í gjafabréfinu. Icelandair ætlar að fagna þessum hundrað þúsundasta Harry Potter-kaupanda með Bjarti og bjóða honum 2 farmiða til Evrópu og Bjartur skaffar farareyri. "Nema hvað. Við sagnfræðirannsóknirnar sem nauðsynlegar voru til þess að átta sig á ferð bókarinnar síðustu tvö árin þurfti að opna margar skúffur og skoða mörg skjöl í höfuðstöðvum forlagsins. Þetta var nokkurs konar spæjaravinna og færðist móður í menn þegar þeir voru að nálgast lausn gátunnar: og í öllum hamaganginum týndist símanúmer handhafa gjafabréfsins. Bjartur auglýsir því hér með eftir 100 þúsundasta Harry Potter-kaupandanum; handhafa gjafabréfsins, Akureyringnum knáa sem sendi okkur fax þann 3.10.2007", segir Guðrún.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Fleiri fréttir Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Vaktin: Seinna undankvöld Eurovision VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Sjá meira