Lífið

Spánverjar elska Íslendingahótel

Breki Logason skrifar
Hotel D´Angleterre var valið besta hótel Danmerkur af virtasta ferðatímariti Spánar.
Hotel D´Angleterre var valið besta hótel Danmerkur af virtasta ferðatímariti Spánar.

Íslendingahótelið Hotel D´Angleterre í Danmörku hefur fengið enn ein verðlaunin og nú frá Spánverjum. Það er ferðamálaritið Diavaram, sem er eitt virtasta ritað í þessum geira þar í landi, sem nefnir hótelið það besta í Danmörku. 

Hotel D´Angleterre er í eigu íslenska fjárfestingarfélagsins Nordic Partners undir forystu Gísla Reynissonar og hefur hlotið hver verðlaunin á fætur öðrum upp á síðkastið. Á dögunum fékk hótelið World Travel verðlaunin í fjórða sinn, auk þess sem Royal-svíta hótelsins var valin besta hótelsvíta Danmerkur.

Hótelið er í miklum metum hjá mörgum og gistir Vigdís Finnbogadóttir yfirleitt á hótelinu auk þess sem Bill Clinton sjálfur hefur látið sjá sig þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.