Lífið

Nigella er óánægð með vöxtinn

Nigella kennir Jay Leno að elda.
Nigella kennir Jay Leno að elda. MYND/Getty
Nigella Lawson er víst óörugg með kroppinn öðru hvoru. Sjónvarpskokkurinn með bombuvöxtinn viðurkenndi í viðtali við Red tímaritið að henni finndist hún stundum líta út eins og fíll.

Nigella, sem er með vöxt sem frjósemisgyðja gæti verið stolt af, sagði að sjálfsöryggið væri í lagi heima hjá henni og eiginmanninum, hinum forríka listaverkasafnara Charles Saatchi, en þegar hún færi í fatabúðir kvarnaðist aðeins úr sjálfsmyndinni.

,,Tíska er bara fyrir mjónur. Þessvegna á ég mér bara minn 'einkennisbúning'." ,,Ef mér líður illa almennt finnst mér ég líta út eins og fíll. Þegar ég er í jákvæðara skapi þá hugsa ég ekkert um þetta."

Áhorfendur Nigellu, sem er 47 ára, tveggja barna móðir, gagnrýndu dívuna nýlega á vefsíðu fyrir að hafa bætt á sig nokkrum kílóum. En Nigella, segist engin áform hafa um að draga úr átinu. ,,Ég borða hollan mat - ég borða bara nóg fyrir fimm heilbrigða einstaklinga." sagði Nigella.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.