Innlent

Segir hæstaréttarlögmann fara með ósannindi

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra. MYND/VG

Fullyrðingar Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns, um að embætti ríkislögreglustjóra sé í fjársvelti eru úr lausu lofti gripnar. Þetta kemur fram í grein Helga Magnúsar Gunnarssonar, saksóknara efnahagsbrota, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Helgi segir Ragnar afvegaleiða umræðuna um starfsemi ríkislögreglustjóra.

Í grein sem Ragnar H. Hall skrifaði í Morgunblaðið í síðustu viku undrast hann aukningar á fjárframlögum til embættis ríkislögreglustjóra. Alls jukust fjárframlögin um 173 prósent árin 2000 til 2006 og segir Ragnar það í engu samræmi við hækkun neysluvísitölu. Efast Ragnar um að þessum fjármunum sé vel varið og bendir í því samhengi á tafir á rannsóknum mála.

Í grein sinni segir Helgi það alrangt að embættið sé fjársvelt. Hann bendir á að á undanförnum árum hafi ríkislögreglustjóri tekið yfir fjölda verkefna frá öðrum lögregluembættum og það skýri að sumi leyti aukningu á fjárframlögum. Þá bendir Helgi ennfremur á að sakfellingarprósenta í málum efnhagsbrotadeildar sé 92 prósent að meðaltali á árunum 2003 til 2005.

Helgi sakar Ragnar um að nota innihaldslaus stóryrði og rangfærslur í sinni grein og að skrif hans hafi helst þann tilgang að afvegaleiða umræðu um starfsemi ríkislögreglustjóra.

Að lokum varpar Helgi þeirri spurningu fram til Ragnars hvort hann vilji að lögreglan nái árangri í að halda hvíflibbum til laga. „Vill Ragnar H. að lögregla nái árangri í að halda hvítflibbum til laga þegar þeir brjóta af sér og ef svo er hefur hann einhverjar uppbyggilegar tilllögur um skipulag þeirra mála?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×