Lífið

Ný smáskífa með Spears í næstu viku?

MYND/Getty

Mögulega er biðin á enda fyrir aðdáendur og aðra áhugasama um söngkonuna Britney Spears en þær sögur ganga fjöllum hærra að hún sé búin að gera nýja smáskífu sem jafnvel er von á í næstu viku.

Nýja lagið, sem samkvæmt EW.com, heitir "Gimme More" er með alveg nýju sniði í samanburði við fyrri lög Spears og er sagt svipa til tónlistar Justin Timberlake. Heimildamaður EW.com segir lagið gott og á von á því að það verði stórsmellur og eigi eftir að gera góða hluti fyrir Spears.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.