Lífið

Queen dúett á tónleikum til heiðurs Mandela

Félagarnir úr Queen
Félagarnir úr Queen MYND/Getty

Þeir Brian May og Roger Taylor hafa boðað komu sína á tónleika sem haldnir verða í London á næsta ári í tilefni af 90 ára afmæli Nelsons Mandela.

Ágóðinn af tónleikunum mun renna til 46664 HIV herferðar Mandela sem dregur nafn sitt af fanganúmerinu sem hann hafði þau átján ár sem hann dvaldi í fangelsi í Suður-Afríku.

May og Taylor gáfu stofnfé til herferðarinnar árið 2003 ásamt tónlistarmönnunum Dave Stewart og Bono.

Mandela, fyrrum forseti Suður Afríku, mun vera viðstaddur tónleikana sem fara fram þann 27. júní á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.