Heitt í kolunum í Minneapolis 20. janúar 2007 13:23 Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 19 frákst áður en hann var rekinn í bað í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. "Ég kýldi ekki til baka, en mig langaði til þess," sagði McDyess þegar hann var spurður út í atvikið eftir leikinn. Kevin Garnett svaraði ekki spurningum fréttamanna. Forráðamenn deildarinnar eru farnir að taka mjög hart á svona uppákomun og mikið má vera ef Garnett sleppur við bann - því ef menn sveifla hnefunum í leik í dag, eru þeir yfirleitt settir í bann hvort sem höggin lenda eður ei. Þetta var líklega ekki heppilegasta upphitunin sem leikmenn Detroit hefðu getta fengið fyrir leik liðsins í kvöld, þar sem Ron Artest mætir í fyrsta sinn í The Palace í Detroit síðan í uppþotinu fræga árið 2004. Mark Blount var stigahæstur í liði Minnesota í nótt með 22 stig en Rip Hamilton skoraði 26 stig. Phoenix vann 12. leikinn í röð þegar liðið skellti baráttuglöðu liði Portland 106-101 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix en Zach Randolph skoraði 36 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland. Denver lagði Cleveland 110-99. Marcus Camby skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver en LeBron James náði þrennu hjá Cleveland með 30 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Miami tapaði í framlengingu fyrir slöku liði Philadelphia 98-95. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami en þrír leikmenn Philadelphia skoruðu 16 stig hver. Washington vann öruggan útisigur á Orlando 114-93 og stefnir óðfluga á toppsætið í austurdeildinni. Antawn Jamison skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Washington og Gilbert Arenas bætti við 30 stigum. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando. Sacramento stöðvaði sex leikja taphrinu með 96-91 útisigri á Boston. Kevin Martin skoraði 27 stig fyrir Sacramento en Delonte West var með 25 stig fyrir Boston. Utah lagði Toronto 102-94. Mehmet Okur skoraði 27 stig fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst. Chris Bosh var með 29 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Charlotte burstaði Atlanta á útivelli 96-75 þar sem Emeka Okafor skoraði 22 stig fyrir gestina en Joe Johnson skoraði 19 stig fyrir Atlanta. New Jersey lagði granna sína í New York naumlega 101-100 þar sem gamli maðurinn Clifford Robinson tryggði sigurinn með því að blaka boltanum ofan í um leið og lokaflautið gall. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst hjá New Jersey, en Quentin Richardson skoraði 24 stig fyrir New York. San Antonio lagði New Orleans í beinni á NBA TV 99-86, en þeir David West og Bobby Jackson sneru til baka úr meiðslum í liði New Orleans. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio en David West skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan heimasigur á Milwaukee 99-72 þar sem Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Ruben Patterson skoraði 16 fyrir Milwaukee. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. "Ég kýldi ekki til baka, en mig langaði til þess," sagði McDyess þegar hann var spurður út í atvikið eftir leikinn. Kevin Garnett svaraði ekki spurningum fréttamanna. Forráðamenn deildarinnar eru farnir að taka mjög hart á svona uppákomun og mikið má vera ef Garnett sleppur við bann - því ef menn sveifla hnefunum í leik í dag, eru þeir yfirleitt settir í bann hvort sem höggin lenda eður ei. Þetta var líklega ekki heppilegasta upphitunin sem leikmenn Detroit hefðu getta fengið fyrir leik liðsins í kvöld, þar sem Ron Artest mætir í fyrsta sinn í The Palace í Detroit síðan í uppþotinu fræga árið 2004. Mark Blount var stigahæstur í liði Minnesota í nótt með 22 stig en Rip Hamilton skoraði 26 stig. Phoenix vann 12. leikinn í röð þegar liðið skellti baráttuglöðu liði Portland 106-101 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix en Zach Randolph skoraði 36 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland. Denver lagði Cleveland 110-99. Marcus Camby skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver en LeBron James náði þrennu hjá Cleveland með 30 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Miami tapaði í framlengingu fyrir slöku liði Philadelphia 98-95. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami en þrír leikmenn Philadelphia skoruðu 16 stig hver. Washington vann öruggan útisigur á Orlando 114-93 og stefnir óðfluga á toppsætið í austurdeildinni. Antawn Jamison skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Washington og Gilbert Arenas bætti við 30 stigum. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando. Sacramento stöðvaði sex leikja taphrinu með 96-91 útisigri á Boston. Kevin Martin skoraði 27 stig fyrir Sacramento en Delonte West var með 25 stig fyrir Boston. Utah lagði Toronto 102-94. Mehmet Okur skoraði 27 stig fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst. Chris Bosh var með 29 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Charlotte burstaði Atlanta á útivelli 96-75 þar sem Emeka Okafor skoraði 22 stig fyrir gestina en Joe Johnson skoraði 19 stig fyrir Atlanta. New Jersey lagði granna sína í New York naumlega 101-100 þar sem gamli maðurinn Clifford Robinson tryggði sigurinn með því að blaka boltanum ofan í um leið og lokaflautið gall. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst hjá New Jersey, en Quentin Richardson skoraði 24 stig fyrir New York. San Antonio lagði New Orleans í beinni á NBA TV 99-86, en þeir David West og Bobby Jackson sneru til baka úr meiðslum í liði New Orleans. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio en David West skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan heimasigur á Milwaukee 99-72 þar sem Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Ruben Patterson skoraði 16 fyrir Milwaukee.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum