Lífið

Samúel á skólabekk

Skóladrengur
Skóladrengur MYND/365

Samúel Örn Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og varaþingmaður framsóknarflokksins, er á leiðinni í skóla. Samúel sem er kennari að mennt ætlar að klára háskólagráðu sem ekki var í boði þegar hann nam kennarann á sínum tíma. Samúel segist vera búin að ætla sér þetta í ein tuttugu ár en að nú hafi tækifæri gefist. "Ég neita því þó ekki að það er pínulítið ógnvekjandi tilhugsun að ætla að setjast á skólabekk kominn hátt á fimmtugsaldur," segir hann.

Samúel á um 30 einingar eða eitt ár eftir og ætlar að nota tímann til að ákveða hvað hann hyggst gera í framhaldinu. Hann er með mörg járn í eldinum og segir lífið bjóða upp á óendanleg tækifæri. Samúel getur vel hugsað sér að hella sér út í stjórnmálin en hann var einungis hársbreidd frá því að komast inn á þing í vor. Hann segir háskólagráðuna þó opna mörg tækifæri og getur einnig hugsað sér frekara nám á mastersstigi. Hann segir heldur ekki út úr myndinni að snúa sér að kennslu. Samúel sem hefur starfað við fjölmiðla í aldarfjórðung segir þá hafa á honum heljartök og útilokar ekki að snúa aftur.

Samúel ætlar að nota árið sem framundan er til að rækta sjálfan sig og fjölskylduna eftir annasöm ár. Hann ætlar að gefa sér góðan tíma til að velta fyrir sér öllum þeim valmöguleikum sem í boði eru fyrir mann á besta aldri.

Samúel er ekki eini framsóknarmaðurinn sem sest á skólabekk í vetur en flokksbræður hans þeir Magnús Stefánsson og Birkir Jón Jónsson stunda MBA nám við Háskóla Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.