Lífið

Mel B í Dancing With The Stars

Skvísan er fönguleg að sjá og mun eflaust verða gaman að sjá hana spígspora um dansgólfið
Skvísan er fönguleg að sjá og mun eflaust verða gaman að sjá hana spígspora um dansgólfið MYND/Getty

Kryddpían Melanie Brown, betur þekkt sem Mel B, mun taka þátt í næstu þáttaröð af hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Dancing With The Stars. Þátturinn er bandarísk útgáfa af breska þættinum Strictly Come Dancing sem Heather Mills, barnsmóðir bítilsins Paul McCartney, tók meðal annarra þátt í á síðasta ári.

Í Dancing With The Stars er stjörnunum parað saman við atvinnudansara og leggur parið svo frammistöðu sína í dóm almennings í hverri viku.

Mel B verður ein af tólf stjörnum í þættinum og verður þátttakan væntanlega góður undirbúningur fyrir tónleikaferð hennar með hinum kryddpíunum sem hefst í Canada í byrjun desember. Ef vel gengur í danskeppninni ætti Mel B að geta verið í nokkuð góðu formi og tekið sig vel út í tónleikaferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.