Lífið

Camilla í frí

MYND/Getty

Camilla Parker Bowles, kona Karls Bretaprins, hefur ákveðið að fara í frí til Skotlands á meðan minningarathöfn um Díönu prinsessu fer fram á morgun. Camilla mun halda þangað ásamt nokkrum nánum vinkonum sínum.

Camilla mun vera ævareið yfir því hvernig staðið hefur verið að málum í kringum athöfnina en bæði Karl og ráðgjafar hans ræddu um það í fjölmiðlum að hún myndi verða viðstödd þrátt fyrir efasemdir hennar um ágæti þess. Þegar aðdáendur og vinir Díönu prinsessu gagnrýndu hana fyrir að ætla að mæta réð Elísabet Englandsdrottning henni frá því.

Hún hætti því við í óþökk Karls og hefur mikil spenna ríkt innan konungshallarinnar vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.