Innlent

Stóriðjustefnan lifir segir stjórnarandstaðan

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Stjórnarandstaðan segir að samningur um raforku til álvers í Helguvík sýni að stóriðjustefnan lifi góðu lífi. Umhversráðherra segir samninginn ekki tryggja að af framkvæmdunum verði.

Samningur milli Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls vegna álvers í Helguvík var samþykktur í stjórn Orkuveitunnar á fimmtudaginn. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, spurði umhverfisráðherra við upphaf þingfundar í morgun hvernig samningurinn samræmdist verndun háhitasvæða á landinu sem umhverfisráðherra hefur lýst yfir að sé forgangsmál.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, sagði að þrátt fyrir að skrifaði hafi verið undir samninginn þá væru í honum fjölmargir fyrirvarar og undirskriftin ein ekki ávísun á álver. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri-grænna, sagði stóriðjustefnuna lifa góðu lífi í nýrri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×