Lífið

Daði heldur húmorísku striki sínu

Mynd af sýningunni: 'Hvalfell'
Mynd af sýningunni: 'Hvalfell'
Daði Guðbjörnsson opnaði sýningu á akvarellmyndum í Baksal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg um helgina. Sýninguna nefnir listamaðurinn Myndir landsins.

Daði segir um myndirnar að þær séu unnar af hughrifum hans á ferðalögum um Ísland "þar sem ímyndunaraflið teiknar og málar en ferðalangurinn reynir að flýja til raunveruleikans".

Daði hefur tekið þátt í fjölda sýninga á umliðnum árum og skemmst er að minnast þátttöku hans í sýningunni Málverkið eftir 1980 í Listasafni Íslands á síðasta ári þar sem verk hans voru áberandi. Einnig hefur Daði tekið þátt í sýningum Gullpenslanna sem er hópur 14 listamann sem hafa sýnt saman frá því á síðustu öld.

Daði hefur haldið sínu striki og þróað með sér persónulegan stíl þar sem pensillinn, grunnformin og síðast en ekki síst húmor listamannsins kemur glöggt fram. Myndirnar á sýningunni eru allar unnar með akvarellutækni á þessu ári og því síðasta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.